Auglýsing
Rabarbarasulta með chili og engifer, rabarbari. rabbarbari Guðný Þorleifsdóttir, Kolfreyjustaður, Fáskrúðsfjörður
Rabarbarasulta með chili og engifer

Rabarbarasulta með chili og engifer

Guðný frá Kolfreyjustað sendi mér rabarbarasultu á dögunum, annarsvegar með chili og hins vegar með engifer. Guðný er af miklu matarfólki komin og sú fjölskylda kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að góðum mat. Ég vandi snemma komur mínar í eldhúsið á Kolfreyjustað og sat þar löngum stundum yfir nýbökuðu kaffimeðlæti og öðru góðgæti – það voru dásamlegir tímar.

.

GUÐNÝ ÞORLEIFS — KOLFREYJUSTAÐURRABARBARISULTA — ÍSLENSKT

.

Rabarbarasulta með engifer

500 g rabarbari

250 g hrásykur

ca 5 cm engifer, rifið

Brytjið rabarbarinn, bætið sykri saman við og látið liggja saman þangað til sykurinn hefur bráðnað alveg saman við safann sem kemur úr rabarbaranum. Bætið engifer út í og sjóðið við vægan hita þar til kominn er réttur litur á sultuna. Maukið með töfrasprota.

Rabarbarasulta með chili

500 g rabarbari

250 g hrásykur

1 stk chili, fræhreinsað og smátt saxað

Brytjið rabarbarann, bætið sykri saman við og látið liggja saman þangað til sykurinn hefur bráðnað alveg saman við safann sem kemur úr rabarbaranum. Bætið chili út í og sjóðið við vægan hita þar til kominn er réttur litur á sultuna. Maukið með töfrasprota.

 

Guðný Þorleifsdóttir
„Gerði líka svona með bláberjum, klikkaði alveg á að senda þér hana en það er snilld líka.“ kveðja, Guðný á Kolfreyjustað

.

GUÐNÝ ÞORLEIFS — KOLFREYJUSTAÐURRABARBARISULTA —

— RABARBARASULTA MEÐ CHILI OG ENGIFER —

.

Auglýsing