Auglýsing

salat

Sumarsalat með kasjúhnetudressingu. Heimsóttum garðyrkjustöð á Flúðum um helgina og heilluðumst af starfseminni þar. Það skemmdi heldur ekki fyrir að við fengum að smakka á öllu að vild.  Nú verðum við að hjálpa garðyrkjubændum að borða uppskeruna sem nú flæðir af ökrum þeirra…

Auglýsing

Sumarsalat með kasjúhnetudressingu

1 b spergilkál

1 b blómkál

1 b rifnar gulrætur eða saxaðar

spínat að vild

1 msk rauðlaukur, saxaður

½ b rúsínur

½ b sólblómafræ

steinselja.

Saxið gróft spergilkál og blómkál, látið í stóra skál ásamt gulrótum, gróft söxuðu spínati, rauðlauk, rúsínum, sólblómafræjum og steinselju.  Í salatið má nota aðrar tegundir grænmetis enda uppskeran núna í hámarki.

Dressing:

1 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um klst

safi úr 1 1/2 sítrónu

2 msk góð olía

1/4 b vatn

ca 1/3 b blaðlaukur, saxaður gróft

1 hvítlauksrif

1 msk gott hunang

smá Dijon sinnep

salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 1-2 klst við stofuhita áður en er borið á borð.

Screen shot 2013-08-20 at 21.44.42