Grískur kjúklingaréttur

Grískur kjúklingaréttur grikkland kjúlli í ofni kartöflur ofnréttur GRIKKLAND GRÍSKUR MATUR KJÚKLINGUR
Grískur kjúklingaréttur

  Grískur kjúklingaréttur.

Mikið er alltaf áhugavert að prófa rétti sem eru „eyrnamerktir“ öðrum löndum. Þessa dagana er ég upptekinn af grískum mat og matarmenningu. Sérstaka athygli mína vakti að það eiga að vera 12 ólífur í réttunum 🙂

Satt best að segja fylgdi ég ekki alveg leiðbeiningunum hér að neðan. Kjúklingalærin úrbeinaði ég, skar í tvennt og raðaði í eldfast form. Svo blandaði ég öllum hráefnunum nema fetaostinum og steinseljunni saman í skál og setti yfir lærinu. Því næst fór osturinn inn og þetta var svo eldað við lágan hita í ofni í 2 1/2 klst (með álpappír yfir lengst af) og að lokum var sett söxuð steinselja yfir.

.

GRIKKLANDKJÚKLINGURPOTTRÉTTIRFETA OSTUR

.

Grískur kjúklingaréttur
Grískur kjúklingaréttur

Grískur kjúklingaréttur

8 kjúklingalæri
2 laukar
olía
750 g kartöflur, skornar í bita
1 rauð paprika skorin í strimla
1 gul paprika skorin í strimla
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 tsk paprikuduft, sætt
1 msk oreganó
400 g tómatar
12 ólífur
steinselja
1 b fetaostur

Snöggsteikjið kjúklinginn á vel heitri pönnu og raðið í eldfast form. Steikið laukinn í olíunni, bætið við hvítlauk, papriku, kartöflum og kryddi. Setjið yfir kjúklinginn, látið ólífur yfir og fetaost. Bakið í ofni í um 45 mín eða þar til kjúklingurinn er gegnum steiktur. Saxið steinselju og stráið yfir áður en þið berið réttinn á borð.

.

GRIKKLANDKJÚKLINGURPOTTRÉTTIRFETA OSTUR

GRÍSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.