Döðluterta Sóleyjar

Döðluterta Döðlukaka kaka terta með döðlum karamellusósa krem sóley björt listaháskólinn föstudagskaffi karamella karamellukrem
Döðluterta Sóleyjar

Döðluterta með karamellusósu

Sóley sá um föstudagskaffið í morgun. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…). Ekkert get ég gert af því þó Sóley baki svona góða tertu 😉

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

.

Döðluterta

235 g döðlur
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
2 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk lyftiduft

Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í þrjár mín. Bætið matarsódanum við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum við, einu í einu. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við.

Bætið lyftiduftinu út í, ásamt 1/4 bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.

Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið uþ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvarmál, vel með smjöri og setjið deigið í. Bakið í 180° heitum ofni í 30-40 mín. eða þar til miðjan er bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið fram volga eða kalda með karamellusósu, þeyttum rjóma og jafnvel ís. Ath. að deigið er þunnt þegar það fer í formið og á að vera þannig.

Karamellusósa:

120 g smjör
114 g púðursykur
1/3 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1/4 bolli rjómi.

Setjið allt í pott og sjóðið í 3 mín. Hrærið allan tímann.

Dásemdin ein með góðu kaffi…

Döðluterta Sóleyjar

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

— DÖÐLUTERTA SÓLEYJAR —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Appelsínublúndur

AppelsínublúndurAppelsínublúndur

Appelsínublúndur. Við dæmdum smákökusamkeppni hjá Íslensku lögfræðistofunni á dögunum. Fengum með okkur Heiðar Jónsson sem heillaði alla upp úr skónum. Kökurnar voru hver annari betri og dómnefndinni mikill vandi á höndum. Svanhvít Yrsa Árnadóttir sigraði.

Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa. Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.