Auglýsing
Döðluterta Döðlukaka kaka terta með döðlum karamellusósa krem sóley björt listaháskólinn föstudagskaffi karamella karamellukrem
Döðluterta Sóleyjar

Döðluterta með karamellusósu

Sóley sá um föstudagskaffið í morgun. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…). Ekkert get ég gert af því þó Sóley baki svona góða tertu 😉

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

.

Döðluterta

235 g döðlur
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
2 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk lyftiduft

Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í þrjár mín. Bætið matarsódanum við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum við, einu í einu. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við.

Bætið lyftiduftinu út í, ásamt 1/4 bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.

Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið uþ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvarmál, vel með smjöri og setjið deigið í. Bakið í 180° heitum ofni í 30-40 mín. eða þar til miðjan er bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið fram volga eða kalda með karamellusósu, þeyttum rjóma og jafnvel ís. Ath. að deigið er þunnt þegar það fer í formið og á að vera þannig.

Karamellusósa:

120 g smjör
114 g púðursykur
1/3 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1/4 bolli rjómi.

Setjið allt í pott og sjóðið í 3 mín. Hrærið allan tímann.

Dásemdin ein með góðu kaffi…

Döðluterta Sóleyjar

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

— DÖÐLUTERTA SÓLEYJAR —

.

SaveSave

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Þetta er mjög góð kaka. Í mínum uppvexti hét hún Dillonskaka og var mikið bökuð á mínu heimili. Ég tók þessa uppskrift með mér þegar ég gifti mig fyrit 45 árum og bakaði hana síðast í gær.

Comments are closed.