Grískt gúrkusalat

Grískt salat Grikkland sólþurrkaðir tómatar avókadó ólífur gúrkur salami hollt fljótlegt
Grískt gúrkusalat

Grískt gúrkusalat

Kannski var ég í Grikklandi í síðasta lífi eða lífinu þar á undan. En mér þykir grískur matur mjög góður. Salat eins og þetta getur verið forréttur eða sem meðlæti.

.

GRIKKLANDSALATGÚRKURDRESSING

.

Grískt gúrkusalat

2 stórar gúrkur
grænt salat að vild
1 stórt avókadó, skorið niður frekar gróft
1/2 b kasjúhnetur
1/2 b ólífur
1/2 b sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita
1/2 rauðlaukur, grófsaxður
1/2 b fetaostur
5 sneiðar salamí, skornar í 2×2 cm bita

Skerið gúrkurnar eftir miðju og skerið í frekar grófar sneiðar, setjið í stóra skál ásamt grófsöxuðu salati, kasjúhneturm, ólífum, tómötum, rauðlauk, fetaosti og salamíi.

Dressing:

2-3 msk góð olía
safi úr 1/2 sítrónu
1 hvítlauksrif, saxað smátt
1 tsk hunang
2 msk mæjónes
1-2 tsk edik
salt og pipar

blandið öllu vel saman, hellið yfir salatið og látið standa í 30-60 mín.

.

GRIKKLANDSALATGÚRKURDRESSING

GRÍSKT GÚRKUSALAT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.