
Heitur karrýréttur í ofni
Það er nú einhvern veginn þannig að þjóðin borðaði yfir sig af aspas/skinku/brauð/ostaheitumréttumíofni fyrir nokkrum árum þegar þeir tröllriðu öllum veislum. Einn og einn réttur stendur þó upp úr – eins og þessi en ég var í afmæli Carolu vinkonu minnar í vikunni og fékk svona líka góðan ofnrétt.
.
— CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPAS — SKINKA — KARRÝ —
.
Heitur karrýréttur í ofni
2 bréf skinka
2 dósir aspas (grænn)+ smá safi
majones
1 poki rifin mosarella og maribo blanda (fer ofan í gumsið)
rjómi
karrý
salt
hvítlauksduft
pipar
taco krydd
Hrærið öllu saman í potti, rífið brauð í fat, hellið gumsinu ofan á og úr heilum poka af rifnum osti ofan á.
„Veit ekki hversu mikið af majónesi eða kryddi fer í… sulla bara útí og smakka að til.“
.
— CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPAS — SKINKA — KARRÝ —
.