Heitur karrýréttur í ofni

Heitur karrýréttur í ofni, Carola köhler, skinka, aspas, mozarella heitur réttur brauðréttur
Heitur karrýréttur í ofni

Heitur karrýréttur í ofni

Það er nú einhvern veginn þannig að þjóðin borðaði yfir sig af aspas/skinku/brauð/ostaheitumréttumíofni fyrir nokkrum árum þegar þeir tröllriðu öllum veislum. Einn og einn réttur stendur þó upp úr – eins og þessi en ég var í afmæli Carolu vinkonu minnar í vikunni og fékk svona líka góðan ofnrétt.

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

.

Linda, Albert, Gúddý, Carola

Heitur karrýréttur í ofni

2 bréf skinka
2 dósir aspas (grænn)+ smá safi
majones
1 poki rifin mosarella og maribo blanda (fer ofan í gumsið)
rjómi
karrý
salt
hvítlauksduft
pipar
taco krydd

Hrærið öllu saman í potti, rífið brauð í fat,  hellið gumsinu ofan á og úr heilum poka af rifnum osti ofan á.
„Veit ekki hversu mikið af majónesi eða kryddi fer í… sulla bara útí og smakka að til.“

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

— HEITUR KARRÝRÉTTUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.

Kippo í Helsinki – TripAdvisor

Kippo

Kippo í Helsinki - TripAdvisor. Það er áhugavert að skoða heiminn með því að prófa það sem boðið er upp á matarkyns í mismunandi löndum. Síðustu ár höfum við notað TripAdvisor síðuna mikið. Þar skrifa gestir sjálfir umsagnir og gefa stjörnur. Við vorum að koma heim frá Helsinki og þar notfærðum við okkur TripAdvisor síðuna aftur og aftur.

Fyrri færsla
Næsta færsla