Kladdkaka

Kladdkaka, Þórhildur Helga, Þórhildur Gísladóttir, afmæli kolfreyjustaður helga þorleifs
Þórhildur Gísladóttir með Kladdkökuna

Kladdkaka

Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

.

KLADDKÖKURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

.

KLADDKAKA

100 g smjör

100 g súkkúlaði (70% eða yfir)

2 egg

1 dl rjómi

3 msk sukrin

1 msk sukrin melis

1-2 msk kakó

1 tsk vanilludropar

Bræðið smjör og súkkulaði í potti. Bætið rjóma við og blandað vel. Þeytið vel saman egg og sykur og blandað svo við súkkulaðið. Bætið vanilludropum við. Í restina er kakó bætt við. Best að smakka hversu mikið maður vill. Ef súkkulaðibragðið er of ramt (fer eftir hversu mörg % súkkulaðið er) er hægt að bæta örlítið af rjóma við eða smá sukrin.

Stillið ofninn á 225° og bakið kökuna í 6-10 mín. Hún á að vera blaut í miðjunni. Best að leyfa kökunni að kólna því hún er betri köld.

Albert, Þórhildur og Þórhildur Helga

Hafdís P. Magnúsdóttir heldur úti matarbloggsíðunni Dísukökur og þessi uppskrift er fengin þaðan. Kakan hentar vel þeim sem eru LKLfæðinu

.

KLADDKÖKURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

— KLADDKAKA —

.

 

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskihnífur

Fiskihnífur

Fiskihnífur. Eini borðhnífurinn sem við höldum öðruvísi á er fiskihnífurinn, við höldum á honum eins og litlum málningarpensli. Skaftið á að liggja í greipinni milli þumals og vísifingurs.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.