Auglýsing
Heitur karrýréttur í ofni, Carola köhler, skinka, aspas, mozarella heitur réttur brauðréttur
Heitur karrýréttur í ofni

Heitur karrýréttur í ofni

Það er nú einhvern veginn þannig að þjóðin borðaði yfir sig af aspas/skinku/brauð/ostaheitumréttumíofni fyrir nokkrum árum þegar þeir tröllriðu öllum veislum. Einn og einn réttur stendur þó upp úr – eins og þessi en ég var í afmæli Carolu vinkonu minnar í vikunni og fékk svona líka góðan ofnrétt.

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

.

Linda, Albert, Gúddý, Carola

Heitur karrýréttur í ofni

2 bréf skinka
2 dósir aspas (grænn)+ smá safi
majones
1 poki rifin mosarella og maribo blanda (fer ofan í gumsið)
rjómi
karrý
salt
hvítlauksduft
pipar
taco krydd

Hrærið öllu saman í potti, rífið brauð í fat,  hellið gumsinu ofan á og úr heilum poka af rifnum osti ofan á.
„Veit ekki hversu mikið af majónesi eða kryddi fer í… sulla bara útí og smakka að til.“

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

— HEITUR KARRÝRÉTTUR Í OFNI —

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Sæll, ég sá í Morgunblaðinu uppskrift af Heitur karríréttur í ofni. Mig langar svo að gera þennan rétt sem er mjög svipaður og mamma mín gerði þegar hún var með saumaklúbb í gamladaga. Ég á heima í Kanada og vantar að vita hvað mikið td. bréf af skinku og öll önnur mál í þessum rétt. Takk Dísa

Comments are closed.