Heitur karrýréttur í ofni

Heitur karrýréttur í ofni, Carola köhler, skinka, aspas, mozarella heitur réttur brauðréttur
Heitur karrýréttur í ofni

Heitur karrýréttur í ofni

Það er nú einhvern veginn þannig að þjóðin borðaði yfir sig af aspas/skinku/brauð/ostaheitumréttumíofni fyrir nokkrum árum þegar þeir tröllriðu öllum veislum. Einn og einn réttur stendur þó upp úr – eins og þessi en ég var í afmæli Carolu vinkonu minnar í vikunni og fékk svona líka góðan ofnrétt.

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

.

Linda, Albert, Gúddý, Carola

Heitur karrýréttur í ofni

2 bréf skinka
2 dósir aspas (grænn)+ smá safi
majones
1 poki rifin mosarella og maribo blanda (fer ofan í gumsið)
rjómi
karrý
salt
hvítlauksduft
pipar
taco krydd

Hrærið öllu saman í potti, rífið brauð í fat,  hellið gumsinu ofan á og úr heilum poka af rifnum osti ofan á.
„Veit ekki hversu mikið af majónesi eða kryddi fer í… sulla bara útí og smakka að til.“

.

CAROLA — HEITIR RÉTTIR — ASPASSKINKAKARRÝ

— HEITUR KARRÝRÉTTUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum. Tókum þátt í æfingakvöldi í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári æfðu sig fyrir fullum sal af fólki. Glæsilegt kvöld í alla staði.

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Fyrri færsla
Næsta færsla