Spergilkálssúpa Chloe

Spergilkálssúpa Chloe Coscarelli grænmetissúpa holl súpa vegan
Spergilkálssúpa Chloe

Spergilkálssúpa Chloe

Bragðgóðar grænmetissúpur renna ljúflega niður og eru alltaf kærkomnar – ekki síst núna þegar haustlægðirnar koma eins og á færibandi. Þá eru súpur oftast þægilegar í matreiðslu og taka ekki svo langan tíma. Þessi súpa kemur frá Chloe Coscarelli (með aðstoð Google má kynnast henni betur)

.

SPERGILKÁLVEGANSÚPUR

.

Chloe Coscarelli
Spergilkálssúpa Chloe

Spergilkálssúpa Chloe

2 msk kókosolía
1 laukur, saxaður
sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 b grænmetissoð
2 b möndlumjólk
1 vænn hnaus af spergilkáli, saxaður gróft
3/4 b næringarger (nutritional yeast)
2 tsk sítrónusafi
nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti, léttsteikið lauk og hvítlauk bætið saltinu við. Látið saman við grænmetissoð, mjólk, og spergilkál. Látið sjóða í um 20 mín eða þangað til spergilkálið er soðið. Slökkvið undir og maukið. Bætið við næringargerinu, sítrónusafa og pipar.

.

— SPERGILKÁLSSÚPA CHLOE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðum OMEGA 3

Valhnetur Omega 3

Borðum OMEGA 3. Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.

Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa.  Margrét Jónsdóttir eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks ...mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.