Auglýsing
Pakistanskur fiskréttur Pakistan fiskur sveskjur
Pakistanskur fiskréttur

Pakistanskur fiskréttur

Þetta er nú einhver ótrúlegasta samsetning hráefna í einn rétt – kórónan eru svo sveskjurnar fjórar. Mjöööög góður fiskréttur sem mæla má með.

.

PAKISTANFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Pakistanskur fiskréttur

750 – 1000 g fiskur (ég notaði lax)
500 g hrísgrjón
1/2 b góð olía
1 b hrein jógúrt
3 tómatar, saxaðir
2-3 laukar saxaðir
1 hvítlauksrif, saxað smátt
1 msk rifið engifer
chili
1/2 b ferskt kóríander, saxað
1/4 b fersk minta
safi úr einni sítrónu
salt
1 tsk túrmerik
1 msk kóriander duft
4 sveskjur
1 tsk kardimomur
10 negulnaglar
2 tsk kúmín
3 lárviðarlauf

Sjóðið hrísgrjónin. Blandið saman öllum kryddunum, hvítlauk, sítrónusafa saman við jógúrtið, blandið saman við fiskinn og látið marinerast í um klst.  Léttsteikið laukinn í olíunni, bætið við tómötum og látið sjóð í nokkrar mín. Látið loks fiskinn út á og setjið lok yfir. Setjið hrísgrjónin á fat, fiskinn yfir og stráið yfir fersku kóriander og mintu.

.

PAKISTANFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing