Pakistanskur fiskréttur

Pakistanskur fiskréttur Pakistan fiskur sveskjur
Pakistanskur fiskréttur

Pakistanskur fiskréttur

Þetta er nú einhver ótrúlegasta samsetning hráefna í einn rétt – kórónan eru svo sveskjurnar fjórar. Mjöööög góður fiskréttur sem mæla má með.

.

PAKISTANFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Pakistanskur fiskréttur

750 – 1000 g fiskur (ég notaði lax)
500 g hrísgrjón
1/2 b góð olía
1 b hrein jógúrt
3 tómatar, saxaðir
2-3 laukar saxaðir
1 hvítlauksrif, saxað smátt
1 msk rifið engifer
chili
1/2 b ferskt kóríander, saxað
1/4 b fersk minta
safi úr einni sítrónu
salt
1 tsk túrmerik
1 msk kóriander duft
4 sveskjur
1 tsk kardimomur
10 negulnaglar
2 tsk kúmín
3 lárviðarlauf

Sjóðið hrísgrjónin. Blandið saman öllum kryddunum, hvítlauk, sítrónusafa saman við jógúrtið, blandið saman við fiskinn og látið marinerast í um klst.  Léttsteikið laukinn í olíunni, bætið við tómötum og látið sjóð í nokkrar mín. Látið loks fiskinn út á og setjið lok yfir. Setjið hrísgrjónin á fat, fiskinn yfir og stráið yfir fersku kóriander og mintu.

.

PAKISTANFISKRÉTTIRFISKUR Í OFNI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi