Heslihnetuterta með súkkulaði

Heslihnetuterta Carola, hnetur terta, kaka Heslihnetuterta með súkkulaði heslihnetur
Heslihnetuterta með súkkulaði

Heslihnetuterta

Carola bauð í afmæliskaffisamsæti á dögunum, það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda fer ég oft til Carolu – þar er hver tertan annari betri.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

.

Heslihnetuterta

5 egg, aðskilin

50 g sykur

5 msk sykur

170 g dökkt gott súkkulaði, saxað

250 g smátt saxaðar heslihnetur

Ofan á:
100 g gott dökkt súkkulaði
2 msk góð olía
1 dl möndluflögur

Þeytið saman eggjarauður og 50 g sykur þar til blandan verður létt og ljós. Stífþeytið eggjahvíturnar með 5 msk af sykri og blandið þeim varlega saman við eggjarauðumassann með sleif. Blandið til skiptis söxuðu súkkulaði og hnetum saman við. Setjið bökunarpappír í 25 cm lausbotna hringform og bakið tertuna í miðjum ofni við 160°C í 30-40 mínútur.

 Ofan á: bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, bætið olíunni saman við. Hellið yfir tertuna og stráið möndluflögunum yfir.

Heslihnetuterta carola
Prúðbúnir afmælisgestir Carolu

.

CAROLAHESLIHNETURTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.