Rauðrófuterta – raw

Raudrofuterta

Rauðrófuterta. Það er nú alveg sérstaklega gaman að segja frá því að rauðrófurnar í þessa tertu eru úr heimilismatjurtagarðinum. Hrákökur eins og þessa má garnan útbúa kvöldinu áður, hún verður jafngóð ef ekki betri daginn eftir. Brettið upp ermar, útbúið hrátertu og bjóðið skemmtilegu fólki í kaffi – eða gleðjið heimilisfólkið 😉

Rauðrófuterta – raw

2 dl kasjúhnetur

2 dl döðlur

2 dl kókosmjöl

2 dl rifnar rauðrófur

1 grænt epli, rifið

2-3 msk kókosolía, fljótandi

1/4 tsk salt

1 tsk vanilla

Krem:

2 dl kasjúhnetur

2/3 dl döðlur

2 msk kókosolía, fljótandi

1 msk vanilluextrakt

1/4 tsk salt

2-5 msk vatn

Kakan sjálf: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, rauðrófum, epli, kókosolíu, salti og vanillu. Maukið. Setjið hringinn utan af tertuformi á tertudisk, setjið „deigið“ þar í og þjappið.

Krem: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél ásamt kókosolíu, vanillu og salti. Maukið vel og bætið við köldu vatni eftir þörfum. Hellið yfir kökuna og kælið í amk. 3 klst.

Losið formið með því að renna hníf utan með tertunni.

PDF til útprentunar

IMG_0727 Screen Shot 2013-10-27 at 14.41.04

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja- og sérrýterta

DowntonAbbeyBlaberjaterta

Bláberja- og sérrýterta - Downton Abbey. Frá fyrsta þætti hef ég fylgst vandlega með öllu sem viðkemur mat í Downton Abbey þáttunum. Sérrýterta sem minnir á Maggie Smith en sú gamla drekkur jú daglega sérrýið sitt og er langoftast klædd einhverju fjólubláu.

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.

Fyrri færsla
Næsta færsla