Rauðrófuterta. Það er nú alveg sérstaklega gaman að segja frá því að rauðrófurnar í þessa tertu eru úr heimilismatjurtagarðinum. Hrákökur eins og þessa má garnan útbúa kvöldinu áður, hún verður jafngóð ef ekki betri daginn eftir. Brettið upp ermar, útbúið hrátertu og bjóðið skemmtilegu fólki í kaffi – eða gleðjið heimilisfólkið 😉
Rauðrófuterta – raw
2 dl kasjúhnetur
2 dl döðlur
2 dl kókosmjöl
2 dl rifnar rauðrófur
1 grænt epli, rifið
2-3 msk kókosolía, fljótandi
1/4 tsk salt
1 tsk vanilla
Krem:
2 dl kasjúhnetur
2/3 dl döðlur
2 msk kókosolía, fljótandi
1 msk vanilluextrakt
1/4 tsk salt
2-5 msk vatn
Kakan sjálf: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, rauðrófum, epli, kókosolíu, salti og vanillu. Maukið. Setjið hringinn utan af tertuformi á tertudisk, setjið „deigið“ þar í og þjappið.
Krem: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél ásamt kókosolíu, vanillu og salti. Maukið vel og bætið við köldu vatni eftir þörfum. Hellið yfir kökuna og kælið í amk. 3 klst.
Losið formið með því að renna hníf utan með tertunni.
PDF til útprentunar