Rauðrófuterta – raw

Raudrofuterta

Rauðrófuterta. Það er nú alveg sérstaklega gaman að segja frá því að rauðrófurnar í þessa tertu eru úr heimilismatjurtagarðinum. Hrákökur eins og þessa má garnan útbúa kvöldinu áður, hún verður jafngóð ef ekki betri daginn eftir. Brettið upp ermar, útbúið hrátertu og bjóðið skemmtilegu fólki í kaffi – eða gleðjið heimilisfólkið 😉

Rauðrófuterta – raw

2 dl kasjúhnetur

2 dl döðlur

2 dl kókosmjöl

2 dl rifnar rauðrófur

1 grænt epli, rifið

2-3 msk kókosolía, fljótandi

1/4 tsk salt

1 tsk vanilla

Krem:

2 dl kasjúhnetur

2/3 dl döðlur

2 msk kókosolía, fljótandi

1 msk vanilluextrakt

1/4 tsk salt

2-5 msk vatn

Kakan sjálf: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél, bætið við kókosmjöli, rauðrófum, epli, kókosolíu, salti og vanillu. Maukið. Setjið hringinn utan af tertuformi á tertudisk, setjið „deigið“ þar í og þjappið.

Krem: Leggið kasjúhnetur og döðlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í matvinnsluvél ásamt kókosolíu, vanillu og salti. Maukið vel og bætið við köldu vatni eftir þörfum. Hellið yfir kökuna og kælið í amk. 3 klst.

Losið formið með því að renna hníf utan með tertunni.

PDF til útprentunar

IMG_0727 Screen Shot 2013-10-27 at 14.41.04

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla