Súkkulaðikasjúsmákökur

Súkkulaðikasjúsmákökur kasjúhnetur döðlur kókosmjöl raw food
Súkkulaðikasjúsmákökur

Súkkulaðikasjú-smákökur

Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂

Satt best að segja stóð til að taka betri myndir af kökunum en eftir að gestirnir fóru var eins og kökurnar hefðu gufað upp…. söngvarinn liggur undir grun.

JÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐIKASJÚHNETUR

.

Súkkulaðikasjúsmákökur

1 b kasjúhnetur

2 msk gott hunang

1 tsk vanilla

8 döðlur, lagðar í bleyti í 20-30 mín

2 msk kakó

1/2 b kókosmjöl

smá salt

Setjið kasjúhnetur, hunang, vanillu, döðlur, kakó og salt í matvinnsluvél og maukið vel. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu, kælið.

Súkkulaðikasjúsmákökur

JÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐIKASJÚHNETUR

— SÚKKULAÐIKASJÚSMÁKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Servíettur og nokkur servíettubrot

Servíettur og nokkur servíettubrot. „Menn gæti þess ávallt að taka þerridúkinn af djúpa disknum, áður en maður hellir súpunni í hann. Þerridúkinn má aðeins nota til að þurrka sér um munninn og fingurna - fyrir alla muni ekki að snýta sér í hann eða þurrka af sér svitann á baki og brjósti, þó að heitt kynni að þykja inni, einkum þegar líður á 3. ræðuna fyrir minni húsmóðurinnar."

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!