Auglýsing
kókos hnetusmjör terta hráterta raw food Kókoshnetusmjörterta kaka súkkulaði
Kókoshnetusmjörterta

Kókoshnetusmjörterta.

Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTURSNICKERS

.

Kókoshnetusmjörterta

Botn:

3 dl kókosmjöl
1 ½ dl möluð hörfræ
1 ½ dl döðlur, saxaðar (leggið í bleyti í um 20 mín)
smá salt

Á milli:
1 ½ dl hnetusmjör

Krem:

1 ½ dl döðlur (leggið í bleyti í um 20 mín)
½ dl rúsínur
3 msk kókosrjómi (setjið kókosmjólk í íssáp í um 30 mín, þá harðnar rjóminn)
2-3 msk gott síróp
1/4 tsk salt
1 tsk vanilla
1-2 msk vatn

Súkkulaðihjúpur:

⅔ dl kókosolía, fljótandi
60 g gott dökkt súkkulaði
2 msk kakó
2 msk hunang
salt

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið lítið kringlótt form á tertudisk og „deigið“ í, þjappið.

Smyrjið hnetusmjöri yfir.

Krem: Setjið allt nema vatn í matvinnsluvél og maukið vel, bætið við vatni ef blandan er of þykk. Setjið yfir hnetusmjörið og kælið

Súkkulaðið: Setjið öll hráefnin í skál og blandið saman yfir vatnsbaði. Hellið yfir tertuna og kælið í um 30 mín.

Kókoshnetusmjörterta
Kókoshnetusmjörterta

.

HRÁTERTURHRÁFÆÐIVEGANTERTUR

KÓKOSHNETUSMJÖRTERTA

.

Auglýsing

2 athugasemdir

 1. Örugglega brjálæðislega góð kaka, elsku Albert. En hvers vegna að mæla í þessum leiðinlegu bollum. Hvernig mælirðu t.d. döðlur? Skerðu þær fyrst eða treðurðu þeim ofan í málið?
  Og hvað er annars bolli? Einhver hélt 2 og hálfur desilítri…?
  Ást og friður og þakkir.

 2. 1 cup [US] = 2.3658824 deciliter
  1 cup [Canada] = 2.273045 deciliter
  1 cup [metric] = 2.5 deciliter
  Þessi bollamál geta verið pínu flókin nefnilega…..

Comments are closed.