Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Adventudrykkur Heitur aðventudrykkur, jólaglögg jólalykt jólailmur
Heitur aðventudrykkur, jólaglögg

Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Sum krydd tengum við frekar við aðventuna og jólin en önnur, t.d. kanil, kardimommur og negul. Þennan drykk á að sjóða niður í á fjórða tíma en á þeim tíma fyllist húsið af góðri jólalykt. Það er vel hægt að gera gott rauðvínslaust jólaglögg, þeir sem vilja bæta víni við geta sett eins og eina eða tvær matskeiðar af góðu rommi. Mér urðu á þau mistök að ég skar mandarínurnar í báta og sauð með berkinum, en þá verður drykkurinn of beiskur.

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

.

Heitur aðventudrykkur

1 1/2 l eplasider

3 kanilstangir

2 mandarínur

1 msk negulnaglar

1 msk heilar kardimommur

Setjið eplasider, kanil, negulnagla og kardimommur í pott. Takið börkinn af mandarínunum, skerið í fjóra báta og kreystið mesta safan saman við og setjið „kjötið“ einnig út í pottinn. Sjóðið á lágum hita í 3 – 3 1/2 klst. Ekki með loki á.

Adventudrykkur
Setjið í pott og sjóðið. Munið að taka börkinn af mandarínunum

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

— HEITUR AÐVENTUDRYKKUR – JÓLAGLÖGG —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

 

 

 

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo: