Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Adventudrykkur Heitur aðventudrykkur, jólaglögg jólalykt jólailmur
Heitur aðventudrykkur, jólaglögg

Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Sum krydd tengum við frekar við aðventuna og jólin en önnur, t.d. kanil, kardimommur og negul. Þennan drykk á að sjóða niður í á fjórða tíma en á þeim tíma fyllist húsið af góðri jólalykt. Það er vel hægt að gera gott rauðvínslaust jólaglögg, þeir sem vilja bæta víni við geta sett eins og eina eða tvær matskeiðar af góðu rommi. Mér urðu á þau mistök að ég skar mandarínurnar í báta og sauð með berkinum, en þá verður drykkurinn of beiskur.

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

.

Heitur aðventudrykkur

1 1/2 l eplasider

3 kanilstangir

2 mandarínur

1 msk negulnaglar

1 msk heilar kardimommur

Setjið eplasider, kanil, negulnagla og kardimommur í pott. Takið börkinn af mandarínunum, skerið í fjóra báta og kreystið mesta safan saman við og setjið „kjötið“ einnig út í pottinn. Sjóðið á lágum hita í 3 – 3 1/2 klst. Ekki með loki á.

Adventudrykkur
Setjið í pott og sjóðið. Munið að taka börkinn af mandarínunum

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

— HEITUR AÐVENTUDRYKKUR – JÓLAGLÖGG —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarhátíð Búrsins í Hörpu

Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.