Auglýsing
Súkkulaðikasjúsmákökur kasjúhnetur döðlur kókosmjöl raw food
Súkkulaðikasjúsmákökur

Súkkulaðikasjú-smákökur

Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂

Satt best að segja stóð til að taka betri myndir af kökunum en eftir að gestirnir fóru var eins og dökurnar hefðu gufað upp…. söngvarinn liggur undir grun.

JÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐIKASJÚHNETUR

.

Súkkulaðikasjúsmákökur

1 b kasjúhnetur

2 msk gott hunang

1 tsk vanilla

8 döðlur, lagðar í bleyti í 20-30 mín

2 msk kakó

1/2 b kókosmjöl

smá salt

Setjið kasjúhnetur, hunang, vanillu, döðlur, kakó og salt í matvinnsluvél og maukið vel. Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu, kælið.

Súkkulaðikasjúsmákökur
Súkkulaðikasjúsmákökur

JÓLINSMÁKÖKURSÚKKULAÐIKASJÚHNETUR

— SÚKKULAÐIKASJÚSMÁKÖKUR —

Auglýsing

4 athugasemdir

  1. Virkilega góðar, ég átti reyndar ekki pistasíur en notaði valhnetur í staðinn og það var mjög gott 🙂

Comments are closed.