Smákökur Önnu K.

OPUS Smákökur Önnu K arnar Kormákur friðriksson amma lilla vigdís finnbogadóttir anna kvaran bessastaðir bessastaðakökur smákökur jólasmákökur jólabakstur
Smákökur Önnu K. þóttu bera af og minntu Vigdísi á Bessastaðakökur

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur. „Þessar smákökur eru vinsælar hjá föðurfjölskyldu minni og amma Lilla fékk uppskriftina upphaflega frá Önnu Kvaran á Akureyri.“ segir sigurvegarinn.

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURBessastaðakökur —

Vigdis Finnbogadottir
Bergþór, Vigdís og Albert

Smákökur Önnu K.

350 g smjör (Takið smjörið úr ísskáp 2 tímum fyrir notkun)

250 g sykur

2 egg

500 g hveiti

2 tsk lyftiduft

Hnoðið deigið og mótið rúllur (3-4 cm í þvermál). Rúllurnar eru síðan vafðar í smjörpappír og geymdar í ísskáp í a.m.k. 4 klukkustundir, helst sólarhring. Skerið rúllurnar í þunnar sneiðar dýfið hverri köku ofan í perlusykur og muldar möndlur.
Bakið neðarlega í ofni við 180 – 200° C þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar. Setið á rist og kælið.

— SMÁKÖKUR ÖNNU K —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt. Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Fyrri færsla
Næsta færsla