Auglýsing
Ristaðar kanilmöndlur kanill möndlur ristað
Ristaðar kanilmöndlur. Gerist nú varla unaðslegra en kanil-, kardimommu-, negul- og möndlulyktin dásamlega.

Ristaðar kanilmöndlur. Gerist nú varla unaðslegra en kanil-, kardimommu-, negul- og möndlulyktin dásamlega. Botnlaus hollusta – tilvalið snakk.

KANILLMÖNDLUR — BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

Auglýsing

Ristaðar kanilmöndlur

1 1/2 b heilar möndlur

2 tsk maple síróp

1/4 tsk salt

1 tsk kanill

1/3 tsk kardimommur

1/3 tsk negull

smá cayanne

Hrærið sírópi, salti, kanil, kardimommum, negul og cayanne saman á miðlungsheitri pönnu (passið að hafa hitann ekki of háan), bætið möndlunum út í og hrærið í nokkrar mínútur. Slökkvið undir og látið bíða um stund á pönnunni. Dreifið úr möndlunum á smjörpappír og látið kólna.

— RISTAÐAR KANILMÖNDLUR —