Auglýsing
OPUS Smákökur Önnu K arnar Kormákur friðriksson amma lilla vigdís finnbogadóttir anna kvaran bessastaðir bessastaðakökur smákökur jólasmákökur jólabakstur
Smákökur Önnu K. þóttu bera af og minntu Vigdísi á Bessastaðakökur

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur. „Þessar smákökur eru vinsælar hjá föðurfjölskyldu minni og amma Lilla fékk uppskriftina upphaflega frá Önnu Kvaran á Akureyri.“ segir sigurvegarinn.

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURBessastaðakökur —

Auglýsing
Vigdis Finnbogadottir
Bergþór, Vigdís og Albert

Smákökur Önnu K.

350 g smjör (Takið smjörið úr ísskáp 2 tímum fyrir notkun)

250 g sykur

2 egg

500 g hveiti

2 tsk lyftiduft

Hnoðið deigið og mótið rúllur (3-4 cm í þvermál). Rúllurnar eru síðan vafðar í smjörpappír og geymdar í ísskáp í a.m.k. 4 klukkustundir, helst sólarhring. Skerið rúllurnar í þunnar sneiðar dýfið hverri köku ofan í perlusykur og muldar möndlur.
Bakið neðarlega í ofni við 180 – 200° C þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar. Setið á rist og kælið.

— SMÁKÖKUR ÖNNU K —