Smákökur Önnu K.

OPUS Smákökur Önnu K arnar Kormákur friðriksson amma lilla vigdís finnbogadóttir anna kvaran bessastaðir bessastaðakökur smákökur jólasmákökur jólabakstur
Smákökur Önnu K. þóttu bera af og minntu Vigdísi á Bessastaðakökur

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur. „Þessar smákökur eru vinsælar hjá föðurfjölskyldu minni og amma Lilla fékk uppskriftina upphaflega frá Önnu Kvaran á Akureyri.“ segir sigurvegarinn.

BESSASTAÐIRVIGDÍS FINNBOGADÓTTIRSMÁKÖKURBessastaðakökur —

Vigdis Finnbogadottir
Bergþór, Vigdís og Albert

Smákökur Önnu K.

350 g smjör (Takið smjörið úr ísskáp 2 tímum fyrir notkun)

250 g sykur

2 egg

500 g hveiti

2 tsk lyftiduft

Hnoðið deigið og mótið rúllur (3-4 cm í þvermál). Rúllurnar eru síðan vafðar í smjörpappír og geymdar í ísskáp í a.m.k. 4 klukkustundir, helst sólarhring. Skerið rúllurnar í þunnar sneiðar dýfið hverri köku ofan í perlusykur og muldar möndlur.
Bakið neðarlega í ofni við 180 – 200° C þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar. Setið á rist og kælið.

— SMÁKÖKUR ÖNNU K —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.

Sírópslengjur – renna út eins og heitar lummur

Sírópslengjur. Þegar við bekkjarsystkinin úr grunnskóla komum saman á dögunum þá kom Jóhanna með sírópslengur sem runnu út (ofan í okkur) eins og heitar lummur. Mjög góðar með kaffibolla. Það er einhver óútskýrð sæla sem fylgir gömlum kaffimeðlætisuppskriftum, kannski er það sírópið í grænu krukkunum.

Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Fyrri færsla
Næsta færsla