Kínóasalat með eplum

Kínóasalat með eplum grænar baunir vegan hollusta salat
Kínóasalat með eplum

Kínóasalat með eplum

Glútenlaust, sykurlaust, eggjalaust, mjólkurlaust, létt í maga, fljótlegt – bráðhollt og fallegt 🙂 Margir eiga safapressur og geta pressað gulrótasafann í þeim, svo má líka nota rauðrófusafa eða blanda saman rauðrófu- og gulrótasafa.

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Kínóasalat með eplum

1 dl saxaðar möndlur

2-3 msk góð olía

2 tsk ferskur engifer, saxað smátt

1/2 laukur saxaður

2 dl kínóa

3 dl gulrótasafi

salt og pipar

2 dl frosnar grænar baunir

1 grænt epli

1 1/2 dl kókosmjöl.

Grófsaxið möndlurnar og ristið á pönnu í nokkrar mínútur, setjið í skál og geymið. Hellið olíu á pönnuna og léttsteikið lauk og engifer. Bætið við gulrótasafanum, kínóa, salti og pipar og sjóðið í um 15 mín. Takið af eldavélinni, stráið baununum yfir og látið standa með lokinu á í um 10 mín. Takið þá lokið af, hrærið saman og látið rjúka. Afhýðið eplið og skerið í frekar litla bita, bætið þeim saman við ásamt kókosmjöli og möndlum. Berið fram við stofuhita eða volgt.

Kínóasalat með eplum

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.