Kínóasalat með eplum

Kínóasalat með eplum grænar baunir vegan hollusta salat
Kínóasalat með eplum

Kínóasalat með eplum

Glútenlaust, sykurlaust, eggjalaust, mjólkurlaust, létt í maga, fljótlegt – bráðhollt og fallegt 🙂 Margir eiga safapressur og geta pressað gulrótasafann í þeim, svo má líka nota rauðrófusafa eða blanda saman rauðrófu- og gulrótasafa.

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Kínóasalat með eplum

1 dl saxaðar möndlur

2-3 msk góð olía

2 tsk ferskur engifer, saxað smátt

1/2 laukur saxaður

2 dl kínóa

3 dl gulrótasafi

salt og pipar

2 dl frosnar grænar baunir

1 grænt epli

1 1/2 dl kókosmjöl.

Grófsaxið möndlurnar og ristið á pönnu í nokkrar mínútur, setjið í skál og geymið. Hellið olíu á pönnuna og léttsteikið lauk og engifer. Bætið við gulrótasafanum, kínóa, salti og pipar og sjóðið í um 15 mín. Takið af eldavélinni, stráið baununum yfir og látið standa með lokinu á í um 10 mín. Takið þá lokið af, hrærið saman og látið rjúka. Afhýðið eplið og skerið í frekar litla bita, bætið þeim saman við ásamt kókosmjöli og möndlum. Berið fram við stofuhita eða volgt.

Kínóasalat með eplum

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði. Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.