Auglýsing
Kínóasalat með eplum grænar baunir vegan hollusta salat
Kínóasalat með eplum

Kínóasalat með eplum

Glútenlaust, sykurlaust, eggjalaust, mjólkurlaust, létt í maga, fljótlegt – bráðhollt og fallegt 🙂 Margir eiga safapressur og geta pressað gulrótasafann í þeim, svo má líka nota rauðrófusafa eða blanda saman rauðrófu- og gulrótasafa.

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Kínóasalat með eplum

1 dl saxaðar möndlur

2-3 msk góð olía

2 tsk ferskur engifer, saxað smátt

1/2 laukur saxaður

2 dl kínóa

3 dl gulrótasafi

salt og pipar

2 dl frosnar grænar baunir

1 grænt epli

1 1/2 dl kókosmjöl.

Grófsaxið möndlurnar og ristið á pönnu í nokkrar mínútur, setjið í skál og geymið. Hellið olíu á pönnuna og léttsteikið lauk og engifer. Bætið við gulrótasafanum, kínóa, salti og pipar og sjóðið í um 15 mín. Takið af eldavélinni, stráið baununum yfir og látið standa með lokinu á í um 10 mín. Takið þá lokið af, hrærið saman og látið rjúka. Afhýðið eplið og skerið í frekar litla bita, bætið þeim saman við ásamt kókosmjöli og möndlum. Berið fram við stofuhita eða volgt.

Kínóasalat með eplum

KÍNÓASALÖTMÖNDLURSALÖT

.

Auglýsing