Appelsínukaka á hvolfi. Eins og marg oft hefur komið fram skiptumst við á að koma með kaffimeðlæti í vinnunni á föstudögum. Það þarf vart að taka það fram að þetta þykja hinar bestu stundir og algjörlega ómissandi. Á meðan við borðum dásamlegt kaffimeðlætið er farið í spurningaleik. Sigurvegarinn hlýtur heiðursnafnbótina eftirsóttu: Séní vikunnar
Appelsínukaka á hvolfi
Ofan á:
2 dl sykur
1 dl vatn
smá salt
vanillustöng eða vanillu extrakt
2 appelsínur, skornar í þunnar sneiðar
Kakan:
4 egg
2 dl sykur
1 tsk vanillu exgtrakt
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
150 g smjör, brætt
2 dl möndlumjöl
Súkkulaðikrem:
150 g gott dökkt súkkulaði
2-3 msk góð matarolía
Ofan á: Setjið vatn, sykur, vanillu og salt í pönnu, bætið appelsínusneiðunum saman við og sjóðið á lágum hita án loks í 10-15 mín. Látið kólna.
Kakan: Þeytið vel saman eggjum, sykri og vanillu. Blandið saman þurrefnunum og setjið út í ásamt smjörinu. Smyrjið tertuform, raðið appelsínusneiðunum þétt í botninn (þannig að þær fara yfir næstu sneið). Hellið deiginu yfir og bakið í 40 mín við 160°
Krem: Bræðið súkkulaði í vatnsbaði ásamt olíunni. Berið kremið með eða setjið kremdoppur yfir tertuna.