Appelsínukaka á hvolfi

Appelsinukaka a hvolfi

Appelsínukaka á hvolfi. Eins og marg oft hefur komið fram skiptumst við á að koma með kaffimeðlæti í vinnunni á föstudögum. Það þarf vart að taka það fram að þetta þykja hinar bestu stundir og algjörlega ómissandi. Á meðan við borðum dásamlegt kaffimeðlætið er farið í spurningaleik. Sigurvegarinn hlýtur heiðursnafnbótina eftirsóttu: Séní vikunnar

Appelsinukaka á hvolfi terta kaka appelsínur kaffimeðlæti

Appelsínukaka á hvolfi

Ofan á:

2 dl sykur

1 dl vatn

smá salt

vanillustöng eða vanillu extrakt

2 appelsínur, skornar í þunnar sneiðar

Kakan:

4 egg

2 dl sykur

1 tsk vanillu exgtrakt

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

150 g smjör, brætt

2 dl möndlumjöl

Súkkulaðikrem:

150 g gott dökkt súkkulaði

2-3 msk góð matarolía

Ofan á: Setjið vatn, sykur, vanillu og salt í pönnu, bætið appelsínusneiðunum saman við og sjóðið á lágum hita án loks í 10-15 mín. Látið kólna.

Kakan: Þeytið vel saman eggjum, sykri og vanillu. Blandið saman þurrefnunum og setjið út í ásamt smjörinu. Smyrjið tertuform, raðið appelsínusneiðunum þétt í botninn (þannig að þær fara yfir næstu sneið). Hellið deiginu yfir og bakið í 40 mín við 160°

Krem: Bræðið súkkulaði í vatnsbaði ásamt olíunni. Berið kremið með eða setjið kremdoppur yfir tertuna.

Screen Shot 2013-11-29 at 08.09.46Screen shot 2014-01-17 at 18.02.11

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.