Risottó með sjávarréttum. Einhverju sinni heyrði ég að hver fjölskylda á Ítalíu ætti sína uppskrift að risottó – og það er víst ekki sama rísottó og rísottó…. Eitt af því sem gott er að hafa í huga að það á að taka töluverðan tíma að útbúa réttinn og líka að „nauðsynlegt” er að nota trésleif sem er slétt neðst til að skafa vel upp af botninum.
Risottó með sjávarréttum
3 msk góð olía
1 msk smjör
1/2 laukur, saxaður
1 sellerístöngull, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
5 tómatar
3 dl risottohrísgrjón
1 dl hvítvín
fiskikraftur
salt og pipar
ca 1 l vatn
ca 500 g fiskur (lax, rækjur, humar, kræklingur…)
Hitið olíiu og smör í potti og létt steikið laukinn, bætið við hvítlauk og selleríi og steikið um stund. Bætið við hrísgrjónum, hvítvíni og tómötum. Kryddið með fiskikrafti, salti og pipar. Bætið við vatninu smátt og smátt og látið malla á lágum hita. Þetta á að taka amk 40-60 mínútur. Setjið fiskinn út í í lokin.