Risottó með sjávarréttum

Risottó með sjávarréttum fiskur ítalía ítalskur matur rækjur

Risottó með sjávarréttum. Einhverju sinni heyrði ég að hver fjölskylda á Ítalíu ætti sína uppskrift að risottó – og það er víst ekki sama rísottó og rísottó…. Eitt af því sem gott er að hafa í huga að það á að taka töluverðan tíma að útbúa réttinn og líka að „nauðsynlegt” er að nota trésleif sem er slétt neðst til að skafa vel upp af botninum.

Risottó með sjávarréttum

3 msk góð olía

1 msk smjör

1/2 laukur, saxaður

1 sellerístöngull, saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

5 tómatar

3 dl risottohrísgrjón

1 dl hvítvín

fiskikraftur

salt og pipar

ca 1 l vatn

ca 500 g fiskur (lax, rækjur, humar, kræklingur…)

Hitið olíiu og smör í potti og létt steikið laukinn, bætið við hvítlauk og selleríi og steikið um stund. Bætið við hrísgrjónum, hvítvíni og tómötum. Kryddið með fiskikrafti, salti og pipar. Bætið við vatninu smátt og smátt og látið malla á lágum hita. Þetta á að taka amk 40-60 mínútur. Setjið fiskinn út í í lokin.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati. Er að missa mig í brauðtertunum. Á milli fór hefðbundið rækjusalat plús surimi. Ofan á eru soðin egg, laxamús úr túbu frá ABBA (samt ekki hljómsveitinni...), síld, rækjur, rauðlaukur, gúrkur og steinselja. Það er nú eins með þessar brauðtertur og allar hinar; Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þið varið að skreyta.

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....