Appelsínuterta – agalega góð terta

Appelsinuterta Grand Marnier appelsína kaka terta appelsínukaka
Appelsínuterta er agalega góð terta

Hveitilaus appelsínuterta

APPELSÍNURKÖKURMÖNDLUMJÖLAPPELSÍNUR —  RASP

.

Appelsínuterta

2 dl rasp

1 dl sykur

2 dl möndlumjöl

1 tsk lyftiduft

1/3 tsk salt

fínt rifinn börkur af einni appelsínu

fínt rifinn börkur af einni sítrónu

1 1/2 dl góð olía

4 egg

Síróp ofan á kökuna:

safi úr einni sítrónu

safi úr einni appelsínu

2 msk Grand Marnier

1/2 dl sykur

1/2 tsk kanill

1/3 tsk negull

smá salt

grísk jógúrt

Tertan: Blandið saman í skál raspi, sykri, möndlumjöli, lyftidufti, salti, appelsínuberki og sítrónuberki. Þeytið saman með píski egg og olíu og blandið saman við þurrefnin. Bakið í kringlóttu tertuformi í um 40 mín við 170°.

Síróp: Setjið appelsínusafa, sítrónusafa, Grand, sykur og krydd í pott og sjóðið ca 5-7 mín. Hellið yfir tertuna þegar hún er nýkomin úr ofninum.

Berið tertuna fram með grískri jógúrt.

— AGALEGA GÓÐ APPELSÍNUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.