Auglýsing
Appelsinuterta Grand Marnier appelsína kaka terta appelsínukaka
Appelsínuterta er agalega góð terta

Hveitilaus appelsínuterta

APPELSÍNURKÖKURMÖNDLUMJÖLAPPELSÍNUR —  RASP

.

Appelsínuterta

2 dl rasp

1 dl sykur

2 dl möndlumjöl

1 tsk lyftiduft

1/3 tsk salt

fínt rifinn börkur af einni appelsínu

fínt rifinn börkur af einni sítrónu

1 1/2 dl góð olía

4 egg

Síróp ofan á kökuna:

safi úr einni sítrónu

safi úr einni appelsínu

2 msk Grand Marnier

1/2 dl sykur

1/2 tsk kanill

1/3 tsk negull

smá salt

grísk jógúrt

Tertan: Blandið saman í skál raspi, sykri, möndlumjöli, lyftidufti, salti, appelsínuberki og sítrónuberki. Þeytið saman með píski egg og olíu og blandið saman við þurrefnin. Bakið í kringlóttu tertuformi í um 40 mín við 170°.

Síróp: Setjið appelsínusafa, sítrónusafa, Grand, sykur og krydd í pott og sjóðið ca 5-7 mín. Hellið yfir tertuna þegar hún er nýkomin úr ofninum.

Berið tertuna fram með grískri jógúrt.

— AGALEGA GÓÐ APPELSÍNUTERTA —

Auglýsing