Fíkjuterta

Fikjuterta fíkjur gráfíkjur hráterta kaka raw food cake hrákaka raw cake
Fíkjuterta

Fíkjuterta

Þegar ég var lítill fór ég stundum í búrið hjá mömmu og stal mér gráfíkjum (samt bara einni í einu…). Sem betur fer var mamma svo umburðarlynd að hún gerði aldrei veður út af þessu og ég reikna ekki með að hún fari að skamma mig núna þó ég viðurkenni smáþjófnaðinn hér 🙂 En það er nú önnur saga, þegar maður hefur lítinn tíma til að útbúa kaffimeðlæti eða eftirrétt er sennilega best að útbúa hráfæði. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu – þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna 😉

Fíkjuterta

Botn:

3 dl pekan hnetur

3 dl rúsínur

1/3 tsk salt

Fylling:

5 dl kasjúhnetur

1 dl fljótandi kókosolía

3 dl þurrkaðar fíkjur

safi úr einni sítrónu

ca 1 dl vatn (eða minna)

1/2 dl mable síróp eða gott hunang

Skraut:

bláber, jarðarber, vínber og ristaðar möndluflögur.

Botn; Setjið hentur, rúsínur og salt í matvinnsluvél og maukið. Takið hringinn af tertuformi og setjið á tertudisk. Látið maukið þar í  og þjappið.

Fylling: Maukið kasjúhnetur og fíkjur saman í matvinnsluvél, bætið við kókosolíu, sítrónusafa, sírópi og vatni. Setjið þetta yfir botninn. Skreytið með berjum og ristuðum möndluflögum. Kælið.

—  HRÁTERTUR

.

Fikjuterta Sætabrauðsdrengirnir gissur garðar Viðar

Sætabrauðsdrengirnir á góðri stund

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíramisú trufflur

Tíramisú trufflur. Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...

Að bóna gólf

Heimilisalmanak IMG_1288

Að bóna gólf. Nægilegt er að bóna gólfið tvisvar til þrisvar í viku. Fyrst er gólfið sópað, því næst er borið á það með þunnum línklút, síðan nuddað með bónkúst, þar til það er gljáandi eða með ullarklút, sem látinn er undir gólfkúst. Við gólflistana og kringum fætur á húsgögnum verður að nudda með höndunum