Risottó með sjávarréttum

Risottó með sjávarréttum fiskur ítalía ítalskur matur rækjur

Risottó með sjávarréttum. Einhverju sinni heyrði ég að hver fjölskylda á Ítalíu ætti sína uppskrift að risottó – og það er víst ekki sama rísottó og rísottó…. Eitt af því sem gott er að hafa í huga að það á að taka töluverðan tíma að útbúa réttinn og líka að „nauðsynlegt” er að nota trésleif sem er slétt neðst til að skafa vel upp af botninum.

Risottó með sjávarréttum

3 msk góð olía

1 msk smjör

1/2 laukur, saxaður

1 sellerístöngull, saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

5 tómatar

3 dl risottohrísgrjón

1 dl hvítvín

fiskikraftur

salt og pipar

ca 1 l vatn

ca 500 g fiskur (lax, rækjur, humar, kræklingur…)

Hitið olíiu og smör í potti og létt steikið laukinn, bætið við hvítlauk og selleríi og steikið um stund. Bætið við hrísgrjónum, hvítvíni og tómötum. Kryddið með fiskikrafti, salti og pipar. Bætið við vatninu smátt og smátt og látið malla á lágum hita. Þetta á að taka amk 40-60 mínútur. Setjið fiskinn út í í lokin.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.