Sætkartöflumús

sætkartöflumús, sætar kartöflur, kartöflumús
Sætkartöflumús

Sætkartöflumús

Það er gott að krydda „venjulega” kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

SÆTKARTÖFLUMÚSSÆTAR KARTÖFLURMEÐLÆTI

.

Sætkartöflumús

1 stór sæt kartafla

væn klípa af smjöri eða kókosolía

1 hvítlauksrif, saxað fínt

smá chili

salt og pipar

1 tsk cummín

1/2 tsk múskat

Afhýðið kartöfluna og sjóðið. Hellið af henni vatninu, bætið við smjöri, chili, salti, pipar, cummíni og múskati. Maukið með töfrasprota eða gamla góða kartöflupressaranum.

SÆTKARTÖFLUMÚSSÆTAR KARTÖFLURMEÐLÆTI

— SÆTKARTÖFLUMÚS —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mígreni – einkenni hættu með breyttu mataræði

Ostar

MÍGRENI. Heyrði af manni sem reglulega fékk slæm mígreniköst. Þegar hann hætti að borða kjöt hættu mígreniköstin. Áhugavert, hér er grein um mat og mígreni þar er ritað um áhrif tyramíns (tyramine) sem er í rauðvíni, kæstum ostum, reyktum fiski, baunum o.fl.

Fyrri færsla
Næsta færsla