Auglýsing
sætkartöflumús, sætar kartöflur, kartöflumús
Sætkartöflumús

Sætkartöflumús

Það er gott að krydda „venjulega” kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

SÆTKARTÖFLUMÚSSÆTAR KARTÖFLURMEÐLÆTI

Auglýsing

.

Sætkartöflumús

1 stór sæt kartafla

væn klípa af smjöri eða kókosolía

1 hvítlauksrif, saxað fínt

smá chili

salt og pipar

1 tsk cummín

1/2 tsk múskat

Afhýðið kartöfluna og sjóðið. Hellið af henni vatninu, bætið við smjöri, chili, salti, pipar, cummíni og múskati. Maukið með töfrasprota eða gamla góða kartöflupressaranum.

SÆTKARTÖFLUMÚSSÆTAR KARTÖFLURMEÐLÆTI

— SÆTKARTÖFLUMÚS —