Bláberjaterta
Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum…. Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).
— BLÁBERJATERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.
Bláberjaterta
2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 dl hrásykur
börkur af einni sítrónu
4 msk (vegan)smjör
1 tsk vanilla
1 dl jógúrt
1/2 dl (soya)mjólk
2 dl fersk eða frosin bláber
1 1/2 msk hrásykur
Blandið saman í skál (hrærivélaskál) hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, sykri, sítrónuberki, smjöri, vanillu, jógrúrt og mjólk. Hrærið vel saman. Setjið bökunarpappír í kringlótt kökuform. Stráið 1 1/2 msk af hrásykri á botninn, dreifið úr bláberjunum ofan á og hellið loks deiginu þar yfir. Bakið 25 mín við 175°
— BLÁBERJATERTUR — BLÁBER — TERTUR —
.