Auglýsing
Páskaterta, terta Dómkórinn marengs steinvör þorleifsdóttir dómkirkjan páskadagsmorgun messa
Páskaterta

Páskaterta

Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun – yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Á meðan ég beið eftir að tertubotninn bakaðist sá ég á netinu að Steinvör sveitungi minn að austan var að útbúa blóm úr sykurmassa með systurdóttur sinni fyrir fermingu stúlkunnar. Steinvör tók ljúlflega í beiðni mína um að fá nokkur blóm til að skreyta tertuna.

 .

— PÁSKATERTURNAR-— MARENGSAR — TERTUR — PÁSKAR

.

Páskaterta

Botn:

3 egg
1 dl sykur
3/4 b hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g gott dökkt súkkulaði, brytjað
4 dl brytjaðar döðlur
1/2 tsk salt

Marengs:

2 egghvítur
100 g sykur
1 dl ávaxtasafi (til að væta botninn)

Eggjakrem:

2 eggjarauður
3 msk sykur
2 1/2 dl þeyttur rjómi

Ofan á:

200 g gott dökkt súkkulaði
2 eggjarauður
3-4 msk vatn
2 msk þeyttur rjómi.

Botn: Þeytið vel saman egg og sykur.  Bætið saman við hveiti, lyftidufti, súkkulaði, döðlum og salti. Bakið í tertuformi við 170° í 25 mín.

Eggjakrem: Þeytið saman eggjrauður og sykur. Stífþeytið rjómann (GEYMIÐ TVÆR MSK AF HONUM Í SÚKKULAÐIKREMIÐ) og blandið honum saman við eggjablönduna.

Marengs: Þeytið vel og lengi saman eggjahvítum og sykri. Bakið í tertuformi (jafn stóru og botninn) í ca 40 mín. (eða kaupið tilbúinn marengs)

Súkkulaðikrem ofan á: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hrærið eggjarauðum við þeytta rjómann (sem þið tókuð frá), bætið við súkkulaði og þynnið með vatni..

Tertan sett saman:
Stetið botninn á tertudisk. Vætið hann með ávaxtasafa.
Þar ofan á fer eggjakremið, þá marengsinn og loks súkkulaðikremið.
Látið tertuna standa í ca 10 klst eftir að hún er sett saman.

.

— PÁSKATERTURNAR-— MARENGSAR — TERTUR — PÁSKAR

Auglýsing