Páskaterta

Páskaterta, terta Dómkórinn marengs steinvör þorleifsdóttir dómkirkjan páskadagsmorgun messa
Páskaterta

Páskaterta

Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun – yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Á meðan ég beið eftir að tertubotninn bakaðist sá ég á netinu að Steinvör sveitungi minn að austan var að útbúa blóm úr sykurmassa með systurdóttur sinni fyrir fermingu stúlkunnar. Steinvör tók ljúlflega í beiðni mína um að fá nokkur blóm til að skreyta tertuna.

 .

— PÁSKATERTURNAR-— MARENGSAR — TERTUR — PÁSKAR

.

Páskaterta

Botn:

3 egg
1 dl sykur
3/4 b hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g gott dökkt súkkulaði, brytjað
4 dl brytjaðar döðlur
1/2 tsk salt

Marengs:

2 egghvítur
100 g sykur
1 dl ávaxtasafi (til að væta botninn)

Eggjakrem:

2 eggjarauður
3 msk sykur
2 1/2 dl þeyttur rjómi

Ofan á:

200 g gott dökkt súkkulaði
2 eggjarauður
3-4 msk vatn
2 msk þeyttur rjómi.

Botn: Þeytið vel saman egg og sykur.  Bætið saman við hveiti, lyftidufti, súkkulaði, döðlum og salti. Bakið í tertuformi við 170° í 25 mín.

Eggjakrem: Þeytið saman eggjrauður og sykur. Stífþeytið rjómann (GEYMIÐ TVÆR MSK AF HONUM Í SÚKKULAÐIKREMIÐ) og blandið honum saman við eggjablönduna.

Marengs: Þeytið vel og lengi saman eggjahvítum og sykri. Bakið í tertuformi (jafn stóru og botninn) í ca 40 mín. (eða kaupið tilbúinn marengs)

Súkkulaðikrem ofan á: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Hrærið eggjarauðum við þeytta rjómann (sem þið tókuð frá), bætið við súkkulaði og þynnið með vatni..

Tertan sett saman:
Stetið botninn á tertudisk. Vætið hann með ávaxtasafa.
Þar ofan á fer eggjakremið, þá marengsinn og loks súkkulaðikremið.
Látið tertuna standa í ca 10 klst eftir að hún er sett saman.

.

— PÁSKATERTURNAR-— MARENGSAR — TERTUR — PÁSKAR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla