Túnfisksalat með ólífum

Túnfisksalat með ólífum ólífur túnfiskur salat fisksalat fiskisalat gott salat með túnfiski
Túnfisksalat með ólífum

Túnfisksalat með ólífum

Þó gamla góða túnfisksalatið sé fínt getur maður orðið örlítið þreyttur á því. Elísa frænka mín sendi þessa uppskrift sem hún hannaði með aðstoð tengdamóður sinnar. Sólþurrkaðir tómatar, ólífur og kapers á vel saman með túnfiskinum. Takk fyrir góða uppskrift.

— TÚNFISKURSALÖTTÚNFISKSALÖT

.

Túnfisksalat með ólífum

2 dósir túnfiskur

1 dl mæjónes

1 dl sýrður rjómi

1 lítill laukur smátt skorinn

3 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu smátt skornir

3 msk olía af sólþurrkuðum tómötunum

3 msk grænar ólífur smátt skornar

1-2 tsk kapers smátt skornir.

Hellið vatninu/olíunni af túnfiskinum. Setjið allt í skál og blandið vel saman.

— TÚNFISKURSALÖTTÚNFISKSALÖT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Fermingarveislur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Sumir eru uppteknir af því að hafa sem flestar tegundir og telja með því að veislan verði glæsilegri. Öllu ánægjulegra er að smakka fáar tegundir og góðar. Oft gengur fólki illa að áætla magn fyrir hvern gest, hver kannast t.d. ekki við að hafa séð á Facebókinni að afgangarnir hafi verið svo miklir að auðvelt væri að slá upp annarri veislu.

Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli

Kelp núðlusalat

Kelpnúðlur með pestó og spergilkáli. Kelp er þarategund, einskonar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum.