Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu Föstudagskaffi Listaháskólinn hráterta raw food soffía
Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu

Fleiri og fleiri prófa sig áfram í hráfæðinu og er það vel. Hráfæðistertur eru bæði hollar, auðgerðar og góðar. Stundum stendur í uppskriftunum að leggja skuli í bleyti (þurrkaða ávexti, hnetur eða fræ), það er ástæðulaust að henda vatninu að því loknu – vatnið má nota t.d. í búst. Fyrir fund á dögunum snaraði Soffía í þessa tertu sem var borðuð upp til agna og lofuð í hástert. Auðsótt var að fá uppskriftina hjá Soffíu.

 HRÁTERTUR

Tertan hennar Soffíu

Botn:

2 dl döðlur

2 dl sesamfræ

2 dl möndlur

2 dl kókosmjöl

1 dl kókosolía, fljótandi

Fylling:

4 dl kasjúhnetur (í bleyti í 20 mín)

2 dl hnetusmjör

1 dl kókosolía

1 dl agavesíróp

Krem:

1 dl kakó

1 dl kókosolía, fljótandi

2/3 dl agavesíróp

1/3 tsk salt.

Botn: Leggið döðlur, sesamfræ og möndlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél ásamt kókosmjöli. Setjið kringlótt form á tertudisk og hellið “deiginu” þar í, þjappið.

Fylling: Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið þær í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, kókosolíu og sírópi. Maukið vel og setjið yfir botninn.

Krem: Blandið öllu saman og hellið yfir tertuna. Kælið tertuna í nokkrar klukkustundir eða frystið hana og berið fram háflfrosna.

TERTAN HENNAR SOFFÍU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta Ólafs

Afmæli

Döðluterta Ólafs. Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað...

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...