Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu Föstudagskaffi Listaháskólinn hráterta raw food soffía
Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu

Fleiri og fleiri prófa sig áfram í hráfæðinu og er það vel. Hráfæðistertur eru bæði hollar, auðgerðar og góðar. Stundum stendur í uppskriftunum að leggja skuli í bleyti (þurrkaða ávexti, hnetur eða fræ), það er ástæðulaust að henda vatninu að því loknu – vatnið má nota t.d. í búst. Fyrir fund á dögunum snaraði Soffía í þessa tertu sem var borðuð upp til agna og lofuð í hástert. Auðsótt var að fá uppskriftina hjá Soffíu.

 HRÁTERTUR

Tertan hennar Soffíu

Botn:

2 dl döðlur

2 dl sesamfræ

2 dl möndlur

2 dl kókosmjöl

1 dl kókosolía, fljótandi

Fylling:

4 dl kasjúhnetur (í bleyti í 20 mín)

2 dl hnetusmjör

1 dl kókosolía

1 dl agavesíróp

Krem:

1 dl kakó

1 dl kókosolía, fljótandi

2/3 dl agavesíróp

1/3 tsk salt.

Botn: Leggið döðlur, sesamfræ og möndlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél ásamt kókosmjöli. Setjið kringlótt form á tertudisk og hellið “deiginu” þar í, þjappið.

Fylling: Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið þær í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, kókosolíu og sírópi. Maukið vel og setjið yfir botninn.

Krem: Blandið öllu saman og hellið yfir tertuna. Kælið tertuna í nokkrar klukkustundir eða frystið hana og berið fram háflfrosna.

TERTAN HENNAR SOFFÍU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."