Tertan hennar Soffíu
Fleiri og fleiri prófa sig áfram í hráfæðinu og er það vel. Hráfæðistertur eru bæði hollar, auðgerðar og góðar. Stundum stendur í uppskriftunum að leggja skuli í bleyti (þurrkaða ávexti, hnetur eða fræ), það er ástæðulaust að henda vatninu að því loknu – vatnið má nota t.d. í búst. Fyrir fund á dögunum snaraði Soffía í þessa tertu sem var borðuð upp til agna og lofuð í hástert. Auðsótt var að fá uppskriftina hjá Soffíu.
— HRÁTERTUR —
Tertan hennar Soffíu
Botn:
2 dl döðlur
2 dl sesamfræ
2 dl möndlur
2 dl kókosmjöl
1 dl kókosolía, fljótandi
Fylling:
4 dl kasjúhnetur (í bleyti í 20 mín)
2 dl hnetusmjör
1 dl kókosolía
1 dl agavesíróp
Krem:
1 dl kakó
1 dl kókosolía, fljótandi
2/3 dl agavesíróp
1/3 tsk salt.
Botn: Leggið döðlur, sesamfræ og möndlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél ásamt kókosmjöli. Setjið kringlótt form á tertudisk og hellið “deiginu” þar í, þjappið.
Fylling: Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið þær í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, kókosolíu og sírópi. Maukið vel og setjið yfir botninn.
Krem: Blandið öllu saman og hellið yfir tertuna. Kælið tertuna í nokkrar klukkustundir eða frystið hana og berið fram háflfrosna.
.