Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu Föstudagskaffi Listaháskólinn hráterta raw food soffía
Tertan hennar Soffíu

Tertan hennar Soffíu

Fleiri og fleiri prófa sig áfram í hráfæðinu og er það vel. Hráfæðistertur eru bæði hollar, auðgerðar og góðar. Stundum stendur í uppskriftunum að leggja skuli í bleyti (þurrkaða ávexti, hnetur eða fræ), það er ástæðulaust að henda vatninu að því loknu – vatnið má nota t.d. í búst. Fyrir fund á dögunum snaraði Soffía í þessa tertu sem var borðuð upp til agna og lofuð í hástert. Auðsótt var að fá uppskriftina hjá Soffíu.

 HRÁTERTUR

Tertan hennar Soffíu

Botn:

2 dl döðlur

2 dl sesamfræ

2 dl möndlur

2 dl kókosmjöl

1 dl kókosolía, fljótandi

Fylling:

4 dl kasjúhnetur (í bleyti í 20 mín)

2 dl hnetusmjör

1 dl kókosolía

1 dl agavesíróp

Krem:

1 dl kakó

1 dl kókosolía, fljótandi

2/3 dl agavesíróp

1/3 tsk salt.

Botn: Leggið döðlur, sesamfræ og möndlur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og maukið í matvinnsluvél ásamt kókosmjöli. Setjið kringlótt form á tertudisk og hellið “deiginu” þar í, þjappið.

Fylling: Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið þær í matvinnsluvél ásamt hnetusmjöri, kókosolíu og sírópi. Maukið vel og setjið yfir botninn.

Krem: Blandið öllu saman og hellið yfir tertuna. Kælið tertuna í nokkrar klukkustundir eða frystið hana og berið fram háflfrosna.

TERTAN HENNAR SOFFÍU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.