Túnfisksalat með ólífum

Túnfisksalat með ólífum ólífur túnfiskur salat fisksalat fiskisalat gott salat með túnfiski
Túnfisksalat með ólífum

Túnfisksalat með ólífum

Þó gamla góða túnfisksalatið sé fínt getur maður orðið örlítið þreyttur á því. Elísa frænka mín sendi þessa uppskrift sem hún hannaði með aðstoð tengdamóður sinnar. Sólþurrkaðir tómatar, ólífur og kapers á vel saman með túnfiskinum. Takk fyrir góða uppskrift.

— TÚNFISKURSALÖTTÚNFISKSALÖT

.

Túnfisksalat með ólífum

2 dósir túnfiskur

1 dl mæjónes

1 dl sýrður rjómi

1 lítill laukur smátt skorinn

3 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu smátt skornir

3 msk olía af sólþurrkuðum tómötunum

3 msk grænar ólífur smátt skornar

1-2 tsk kapers smátt skornir.

Hellið vatninu/olíunni af túnfiskinum. Setjið allt í skál og blandið vel saman.

— TÚNFISKURSALÖTTÚNFISKSALÖT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.