Rabarbara- og engiferbaka
Þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara er kjörið að útbúa böku úr rabarbara. Er gjörsamlega að missa mig í rabarbaranum. Verð að segja ykkur að sykurbrúnaður rabarbari er mjög góður, næst þegar ég geri þessa böku ætla ég að brúna auka rabarbara og narta í á meðan hitt er útbúið.
— RABARBARI — ENGIFER — BÖKUR —
.
Rabarbara- og engiferbaka
350 g rabarbari í bitum
1 dl sykur
smá vatn
4-5 plötur frosið smjördeig
1 egg
1 eggjarauða
1 tsk vanilla
1 msk hveiti
2 1/2 – 3 dl rjómi
Ofan á:
50 g mjúkt smjör
2 msk sykur
1 dl haframjöl
1/2 tsk engifer.
Látið smjördeigið þiðna og setjið það á botninn á eldföstu formi. Bræðið sykur á pönnu þar til hann verður ljósbrúnn, slökkvið undir og hellið vatninu út á til að stöðva brunann. Hrærið í stutta stund og brúnið loks rabarbarann í sykrinum í nokkrar mín. Takið til hliðar og látið kólna lítið eitt. Blandið saman eggi, eggjarauðu, vanillu, hveiti og rjóma. Setjið rabarbarann saman við, hellið þessu yfir deigið. Blandið saman smjöri, sykri, haframjöli og engifer og myljið yfir milli fingranna rabarbarann.. Bakið við 170° í um 20 mín. Berið fram heitt (með ís eða rjóma)
— RABARBARI — ENGIFER — BÖKUR —
.