Rabarbara- og engiferbaka

Rabarbara- og engiferbaka rabarbari rabbabari baka kaka terta engifer
Rabarbara- og engiferbaka

Rabarbara- og engiferbaka

Þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara er kjörið að útbúa böku úr rabarbara. Er gjörsamlega að missa mig í rabarbaranum. Verð að segja ykkur að sykurbrúnaður rabarbari er mjög góður, næst þegar ég geri þessa böku ætla ég að brúna auka rabarbara og narta í á meðan hitt er útbúið.

RABARBARIENGIFERBÖKUR

.

Rabarbara- og engiferbaka

350 g rabarbari í bitum

1 dl sykur

smá vatn

4-5 plötur frosið smjördeig

1 egg

1 eggjarauða

1 tsk vanilla

1 msk hveiti

2 1/2 – 3 dl rjómi

Ofan á:

50 g mjúkt smjör

2 msk sykur

1 dl haframjöl

1/2 tsk engifer.

Látið smjördeigið þiðna og setjið það á botninn á eldföstu formi. Bræðið sykur á pönnu þar til hann verður ljósbrúnn, slökkvið undir og hellið vatninu út á til að stöðva brunann. Hrærið í stutta stund og brúnið loks rabarbarann í sykrinum í nokkrar mín. Takið til hliðar og látið kólna lítið eitt.  Blandið saman eggi, eggjarauðu, vanillu, hveiti og rjóma. Setjið rabarbarann saman við, hellið þessu yfir deigið.  Blandið saman smjöri, sykri, haframjöli og engifer og myljið yfir milli fingranna rabarbarann.. Bakið við 170° í um 20 mín. Berið fram heitt (með ís eða rjóma)

Rabarbara- og engiferbaka
Rabarbara- og engiferbaka

RABARBARIENGIFERBÖKUR

.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Fyrri færsla
Næsta færsla