Grænkálsbaka

Grænkálsbaka grænkál

Grænkálsbaka

Grænmetisuppskerutíminn er í hámarki og fátt betra en splunkunýtt og ferskt grænmeti. Það mælir allt með því að borða meira af grænmeti og minna af dýraafurðum – þetta er mjög einfalt. Munum að við erum ábyrg fyrir eigin heilsufari.

GRÆNKÁLBÖKUR

.

Grænkálsbaka

Grænkálsbaka

Botn:

3 dl (heil)hveiti

1 dl möndlumjöl

1 dl möluð hörfræ

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

1 dl olía

1/2 – 1 dl vatn

Fylling: 3-400 g soðnar kartölfur

1 dl gróft saxaður blaðlaukur

ca 4 dl af blómkáli í grófum bitum

3 grænkálsblöð, söxuð

2 msk hörfræ

1 msk þurrkað dill

1-2 msk vatn

grænmetiskraftur

2/3 tsk múskat

1 tsk timian

salt, pipar og chili

1 dl góð ólífuolía

Botn: Blandið öllum hráefnunum saman og látið standa í 15-20 mín. Þjappið deiginu í eldfast form þannig að það komi upp með hliðunum. Bakið við 170° í um 10 mín.

Fylling: Setjið blómkál og grænkál í matvinnsluvél og saxið svo það verði ekki of fínt. Maukið kartöflurnar gróft, bætið saxaða grænmetinu saman við, dilli, vatni, grænmetiskrafti, múskati, timían, salti, pipar og chilii. Blandið vel saman og setjið yfir bökudeigið. Bakið áfram í um 30 mín við 170° Hellið olíunni yfir bökuna þegar hún er nýkomin út ofninum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi

Fyrirlestrar um mat, borðsiði og kurteisi. Frá upphafi síðasta árs hafa á blogginu birst færslur um borðsiði, kurteisi og annað slíkt. Við vinnslu þessara pistla naut ég velvildar fjölmargra sem lásu yfir og gáfu góð ráð. Sjálfur hef ég lært heil óslöp. Síðustu mánuði hef ég farið víða og haldið, mér til mikillar ánægju, fyrirlestra um mat, áhrif matar, borðsiði og kurteisi. Myndirnar eru teknar á fyrirlestri hjá Starfsmannafélagi Hagstofunnar, þar voru líflegar umræður, áhugasamir þátttakendur og gaman.