Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberjasulta og rabarbarasulta jarðarber rabarbari rabbarbari
Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta

Þessi sulta heillar alla, það má líka setja enn meira af jarðarberjum ef vill eins og þar stendur. Það er bráðsniðugt að taka með sér krukku af sultunni þegar farið er í heimsókn, já eða senda fólki glaðning.

— SULTURJARÐARBERRABARBARI

.

Jarðarberja- og rabarbarasulta
Jarðarberja- og rabarbarasulta

Jarðarberja- og rabarbarasulta

400 g rabarbari

500 g jarðarber

3 dl sykur

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk vanilla

1/3 tsk salt

Skerið rabarbarann frekar smátt og jarðarberin í tvennt. Setjið allt í pott og sjóðið í 45-50 mín.

Jarðarberja- og rabarbarasulta
Jarðarber og rabarbari

— SULTURJARÐARBERRABARBARI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi. Á Núpi í Berufirði búa rausnarbúi Vilborg frænka mín Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson, betur þekkt sem Bogga og Bói á Núpi. Á leið minni austur á dögunum hringdi ég í Boggu og spurði hvort hún ætti kaffi á könnunni. Já já, hún hélt það nú. Þegar þangað kom beið uppdúkað borð með heimabökuðu góðgæti eins og best gerist á íslenskum sveitaheimilum. Ó hvað er gaman að vera til #ogbjóðaséríkaffi

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Fyrri færsla
Næsta færsla