Grænkálsbaka

Grænkálsbaka grænkál

Grænkálsbaka

Grænmetisuppskerutíminn er í hámarki og fátt betra en splunkunýtt og ferskt grænmeti. Það mælir allt með því að borða meira af grænmeti og minna af dýraafurðum – þetta er mjög einfalt. Munum að við erum ábyrg fyrir eigin heilsufari.

GRÆNKÁLBÖKUR

.

Grænkálsbaka

Grænkálsbaka

Botn:

3 dl (heil)hveiti

1 dl möndlumjöl

1 dl möluð hörfræ

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

1 dl olía

1/2 – 1 dl vatn

Fylling: 3-400 g soðnar kartölfur

1 dl gróft saxaður blaðlaukur

ca 4 dl af blómkáli í grófum bitum

3 grænkálsblöð, söxuð

2 msk hörfræ

1 msk þurrkað dill

1-2 msk vatn

grænmetiskraftur

2/3 tsk múskat

1 tsk timian

salt, pipar og chili

1 dl góð ólífuolía

Botn: Blandið öllum hráefnunum saman og látið standa í 15-20 mín. Þjappið deiginu í eldfast form þannig að það komi upp með hliðunum. Bakið við 170° í um 10 mín.

Fylling: Setjið blómkál og grænkál í matvinnsluvél og saxið svo það verði ekki of fínt. Maukið kartöflurnar gróft, bætið saxaða grænmetinu saman við, dilli, vatni, grænmetiskrafti, múskati, timían, salti, pipar og chilii. Blandið vel saman og setjið yfir bökudeigið. Bakið áfram í um 30 mín við 170° Hellið olíunni yfir bökuna þegar hún er nýkomin út ofninum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.