Grænkálsbaka

Grænkálsbaka grænkál

Grænkálsbaka

Grænmetisuppskerutíminn er í hámarki og fátt betra en splunkunýtt og ferskt grænmeti. Það mælir allt með því að borða meira af grænmeti og minna af dýraafurðum – þetta er mjög einfalt. Munum að við erum ábyrg fyrir eigin heilsufari.

GRÆNKÁLBÖKUR

.

Grænkálsbaka

Grænkálsbaka

Botn:

3 dl (heil)hveiti

1 dl möndlumjöl

1 dl möluð hörfræ

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

1 dl olía

1/2 – 1 dl vatn

Fylling: 3-400 g soðnar kartölfur

1 dl gróft saxaður blaðlaukur

ca 4 dl af blómkáli í grófum bitum

3 grænkálsblöð, söxuð

2 msk hörfræ

1 msk þurrkað dill

1-2 msk vatn

grænmetiskraftur

2/3 tsk múskat

1 tsk timian

salt, pipar og chili

1 dl góð ólífuolía

Botn: Blandið öllum hráefnunum saman og látið standa í 15-20 mín. Þjappið deiginu í eldfast form þannig að það komi upp með hliðunum. Bakið við 170° í um 10 mín.

Fylling: Setjið blómkál og grænkál í matvinnsluvél og saxið svo það verði ekki of fínt. Maukið kartöflurnar gróft, bætið saxaða grænmetinu saman við, dilli, vatni, grænmetiskrafti, múskati, timían, salti, pipar og chilii. Blandið vel saman og setjið yfir bökudeigið. Bakið áfram í um 30 mín við 170° Hellið olíunni yfir bökuna þegar hún er nýkomin út ofninum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.