Auglýsing

Grænkálsbaka grænkál

Grænkálsbaka

Grænmetisuppskerutíminn er í hámarki og fátt betra en splunkunýtt og ferskt grænmeti. Það mælir allt með því að borða meira af grænmeti og minna af dýraafurðum – þetta er mjög einfalt. Munum að við erum ábyrg fyrir eigin heilsufari.

Auglýsing

GRÆNKÁLBÖKUR

.

Grænkálsbaka

Grænkálsbaka

Botn:

3 dl (heil)hveiti

1 dl möndlumjöl

1 dl möluð hörfræ

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

1 dl olía

1/2 – 1 dl vatn

Fylling: 3-400 g soðnar kartölfur

1 dl gróft saxaður blaðlaukur

ca 4 dl af blómkáli í grófum bitum

3 grænkálsblöð, söxuð

2 msk hörfræ

1 msk þurrkað dill

1-2 msk vatn

grænmetiskraftur

2/3 tsk múskat

1 tsk timian

salt, pipar og chili

1 dl góð ólífuolía

Botn: Blandið öllum hráefnunum saman og látið standa í 15-20 mín. Þjappið deiginu í eldfast form þannig að það komi upp með hliðunum. Bakið við 170° í um 10 mín.

Fylling: Setjið blómkál og grænkál í matvinnsluvél og saxið svo það verði ekki of fínt. Maukið kartöflurnar gróft, bætið saxaða grænmetinu saman við, dilli, vatni, grænmetiskrafti, múskati, timían, salti, pipar og chilii. Blandið vel saman og setjið yfir bökudeigið. Bakið áfram í um 30 mín við 170° Hellið olíunni yfir bökuna þegar hún er nýkomin út ofninum.