Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð brauð hnetur ávextir hnetur ávaxtakaka hnetubrauð þóra einarsdóttir föstudagskaffi listaháskólinn
Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Þeir sem ekki vilja egg eða þola illa egg geta notað (og flest brauð og kökur) chiafræ eða mulin hörfræ í staðinn, eða blandað saman. Þá þarf eina msk af fræjum og þrjár af vatni sem gott er að blanda saman og láta standa í um tíu mín.

ÁVAXTAKÖKURÞÓRA EINARSDÓTTIR — FÖSTUDAGSKAFFI

.

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Fullt af hnetum og þurkuðum ávöxtum (800 g), saxa helminginn gróflega,

börkur af einni sítrónu

100 g spelt(eða hveiti)

2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk allrahanda

2 msk hunang

3 egg.

Þeytið saman hunang og egg ásamt sítrónuberki og allrahanda, blanda hveiti og lyftidufti saman við og síðan saman við hnetur og ávexti. Setjið í gott brauðform, klætt bökunarpappír. Bakið við 150° í 90 mín. Upplagt að gera tvö brauð og geyma annað en vökva það af og til með koníaki eða dökku rommi fyrir þá sem hafa smekk fyrir því:)

Takk Þóra Einars

ÁVAXTAKÖKURÞÓRA EINARSDÓTTIR — FÖSTUDAGSKAFFI

— HNETU- OG ÁVAXTAKAKA/BRAUÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.