Eggjakaka tenórsins
Í sumarbústaðarferð Sætabrauðsdrengjanna fyrir skömmu galdraði Gissur Páll fram spænska eggjaböku á meðan á æfingum stóð, án gríns – hann söng og bjó til matinn. Afskaplega hæfileikaríkur ungur maður sem getur auðveldlega gert tvennt í einu….
— GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKUR — SPÁNN —
.
Eggjakaka tenórsins
fyrir ca. 4
ca 8 egg slatti af salti vel af pipar, tvö hvítlaukslauf söxuð fínt.
þvínæst fer maður í ískápinn og skellir ofnbökuðum kartöflubátum eða fiskiafgöngum eða grænmeti síðan í gær!
Aðferð.
Sláið saman eggin í skál, yljið hvítlauknum í á pönnu í ólífuolíu. Salt og pipar í eggin og hvítlaukinn.
Skellið á heita pönnuna (barðháa pönnu) Pannan inn í ofn á ca 180 gráður í ca 30 mín.
.
— GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKUR — SPÁNN —
.