Eggjakaka tenórsins

Spænsk kartöflubaka Gissur páll gissurarson Eggjakaka tenórsinns spánn spænskur matur
Eggjakaka tenórsins

Eggjakaka tenórsins

Í sumarbústaðarferð Sætabrauðsdrengjanna fyrir skömmu galdraði Gissur Páll fram spænska eggjaböku á meðan á æfingum stóð, án gríns – hann söng og bjó til matinn. Afskaplega hæfileikaríkur ungur maður sem getur auðveldlega gert tvennt í einu….

GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKURSPÁNN

.

Eggjakaka tenórsinns gissur
Gissur Páll með eggjakökuna

Eggjakaka tenórsins

fyrir ca. 4

ca 8 egg slatti af salti vel af pipar, tvö hvítlaukslauf söxuð fínt.

þvínæst fer maður í ískápinn og skellir ofnbökuðum kartöflubátum eða fiskiafgöngum eða grænmeti síðan í gær!

Aðferð.

Sláið saman eggin í skál, yljið hvítlauknum í á pönnu í ólífuolíu. Salt og pipar í eggin og hvítlaukinn.

Skellið á heita pönnuna (barðháa pönnu) Pannan inn í ofn á ca 180 gráður í ca 30 mín.

.

GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKURSPÁNN

— EGGJAKAKA TENÓRSINS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....