Auglýsing
 Möndlu- og sítrónubaka. Helga Bryndís magnúsdóttir kom með extragóða böku með föstudagskaffinu - það má alveg venjast því að byrja föstudagsmorgna á tertum ;) magnúsdóttir
Möndlu- og sítrónubaka – alveg extragóð

Möndlu- og sítrónubaka. Helga Bryndís kom með extragóða böku með föstudagskaffinu – það má alveg venjast því að byrja föstudagsmorgna á tertum 😉

.

SÍTRÓNUBÖKURMÖNDLURHELGA BRYNDÍS FÖSTUDAGSKAFFIÐ

.

Möndlu- og sítrónubaka

200 g hveiti ( ekki glúteinríkt )
100 g smjör (kalt)
2 msk sykur
1 msk vatn, ísjökulkalt
1 eggjarauða
salt á hnífsoddi

Blanda öllu saman með fingrunum, vinna deigið sem minnst. Setja í plast og kæla í klukkustund (láta glúteinin jafna sig). Fletja út í bökuform og pikka með gaffli. Gott að kæla aftur en ekki nauðsynlegt. Baka við 180°í um 15 min. Fari botninn að lyfta sér má setja á hann farg.

Fylling:
100 g smátt saxaðar möndlur
100 g sykur
rifið hýði af tveimur sítrónum
safi úr tveimur sítrónum
75 g smjör
4 egg

Blanda öllu saman í matvinnsluvél

og hella í bökuna. Baka við 180°C í um 20 min, kannski meira, þar til bakan er gullinbrún og fögur.

Möndlu- og sítrónubaka
Möndlu- og sítrónubaka

.

SÍTRÓNUBÖKURMÖNDLURHELGA BRYNDÍS FÖSTUDAGSKAFFIÐ

— MÖNDLU- OG SÍTRÓNUBAKA —

.

Auglýsing