Eggjakaka tenórsins

Spænsk kartöflubaka Gissur páll gissurarson Eggjakaka tenórsinns spánn spænskur matur
Eggjakaka tenórsins

Eggjakaka tenórsins

Í sumarbústaðarferð Sætabrauðsdrengjanna fyrir skömmu galdraði Gissur Páll fram spænska eggjaböku á meðan á æfingum stóð, án gríns – hann söng og bjó til matinn. Afskaplega hæfileikaríkur ungur maður sem getur auðveldlega gert tvennt í einu….

GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKURSPÁNN

.

Eggjakaka tenórsinns gissur
Gissur Páll með eggjakökuna

Eggjakaka tenórsins

fyrir ca. 4

ca 8 egg slatti af salti vel af pipar, tvö hvítlaukslauf söxuð fínt.

þvínæst fer maður í ískápinn og skellir ofnbökuðum kartöflubátum eða fiskiafgöngum eða grænmeti síðan í gær!

Aðferð.

Sláið saman eggin í skál, yljið hvítlauknum í á pönnu í ólífuolíu. Salt og pipar í eggin og hvítlaukinn.

Skellið á heita pönnuna (barðháa pönnu) Pannan inn í ofn á ca 180 gráður í ca 30 mín.

.

GISSUR PÁLL — EGGJAKÖKURSPÁNN

— EGGJAKAKA TENÓRSINS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.