Hvernig er best að ná miðum af krukkum?

Ein aðferðin er að leggja krukkur í sápuvatn yfir nótt

Það er alveg upplagt, gráupplagt að safna glerkrukkum allt árið fyrir sultur og hlaup næsta sumar og haust.

Hins vegar getur verið snúið að ná miðum af glerkrukkum, lím eru missterk. Sjálfur legg krukkurnar í volgt sápuvatn yfir nótt, síðan skef ég miðana af með beittum hníf. Ef eitthvað er eftir þá fer ég yfir með pottavír og loks fara krukkurnar í uppþvottavélina.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉL — ÝMISLEGT

.

Það eru ýmsar góðar leiðir og hér eru nokkur góð ráð sem hafa borist:

Herdís: Frysta krukkurnar og þá fer miðinn af.

Kolbrún: Leysa upp uppþvottavélaþvottaefni í heitu vatni, hella því í kalt vatn, krukkurnar í og látið bíða þannig yfir nótt. Þá er mjög auðvelt að ná miðunum af.

Birgitta: Mér finnst langbest (helst án þess að miðinn blotni áður) að setja vatn í krukkuna og hita í örbylgjuofni þangað til vatnið er orðið vel heitt. Þannig er ekkert mál að draga miðann af.

Harpa: vel heitt vatn í bala með uppþvottalegi. Láttu þar í klst. og miðinn lekur af (nánast). Kannski eru framleiðendur farnir að nota skárra lím. Það var munur á eldri og nýrri krukkumiðum frá t.d. Ömmu-vörunum. Örnumiðarnir voru leikur einn.

Herdís: setja glerkrukkur með miðanum í uppþvottavélina.

Magnús: Kaupa hreinsað bensín í apótekinu. Strjúka því með bómull yfir límið, sem eftir verður undan blaðinu.

Esther: WD-40

Valgerður: Sítrónudropa í bómull og nudda miðana/límið af – svínvirkar

Guðrún: Ef lím situr eftir er hreinsað bensín ráðið.

Guðný: Eg set mínar í bakaraofn a 130 til 150 C. Minnir í 10 til 20 min þa á miðinn að vera laus ef hann er það ekki er ég með þær aðeins lengur.

Edda: Nudda með matarolíu og matarsóda virkar vel

Selma: Gott er að nota sítrónudropa til að ná líminu af krukkuni

Gunnhildur: Sjóða þær og láta síðan liggja í vatninu yfir nótt

Elín: Nota terpentínu eftir þvott. Klikkar ekki.

Guðjón: Láta krukkuna liggja í heitu vatni í smá tíma, taka miðan af og nudda svo matarsóta á límið sem eftir verður.

Helga: Best að hafa krukkurnar í stofu hita og taka miðann strax af, áður en krukkan er þvegin. Ef búið er að taka miðann af og límið stendur eftir er gott að nota WD40 til að ná líminu af.

Haraldur: Lífið er of stutt til að plokka miða af krukkum. Líma bara næsta miða yfir.

Ingibjörg: Nudda matarolíu á miðann.

Dagbjört: TÖFRASVAMPUR

Bára: Sjóða krukkurnar í potti í góða stund og bæta svo 1 glasi af sítrónudropum (bökunar) útí og látið standa í pottinum yfir nótt og allt rennur af

Rósamunda: Setja þær í pott og láta fljóta yfir þær,setja uppþvottavélar duft í og láta sjóða um stund,láta þær kólna í pottinum,skola svo og nota stálull ef eitthvað situr eftir af lími. Klikkar aldrei.

Oddný: Naglalakka hreynsir virkar á límið.

Guðrún: Ég læt krukkuna liggja í vatni í nokkra klukkutíma, svo skrapa ég það sem næst með plastspaða. Ef eitthvað er eftir bursta ég með uppþvottalegi og set svo í uppþvottavélina. Ef ennþá er lím á krukkunni eftir það fer það með hreinsuðu bensíni í bómull.

Guðný: Eina skiptið í dag sem ég nota hreinsað bensín. Það var alltaf notað í minni æsku til að ná líminu eftir plástur af húðinni.

Heiðdís: Ég rúlla þeim bara í gegnum uppþvottavélina og voila, miðarnir leka af ef þeir eru þrjóskir þá er gott að nota spritt, það ættu allir að eiga nóg af því núna.

Halldóra: Amma mín setti krukkurnar í pott og lét suðuna koma upp og ég held að miðinn og límið hafi runnið af.

Annað sem var nefnt: Sterkt áfengi, naglalakkseyðir og ediksblanda.

Eru fleiri ráð?

.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉL — ÝMISLEGT —

— HVERNIG ER BEST AÐ NÁ MIÐUM AF KRUKKUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.