Hvernig er best að ná miðum af krukkum?

Ein aðferðin er að leggja krukkur í sápuvatn yfir nótt

Það er alveg upplagt, gráupplagt að safna glerkrukkum allt árið fyrir sultur og hlaup næsta sumar og haust.

Hins vegar getur verið snúið að ná miðum af glerkrukkum, lím eru missterk. Sjálfur legg krukkurnar í volgt sápuvatn yfir nótt, síðan skef ég miðana af með beittum hníf. Ef eitthvað er eftir þá fer ég yfir með pottavír og loks fara krukkurnar í uppþvottavélina.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉL — ÝMISLEGT

.

Það eru ýmsar góðar leiðir og hér eru nokkur góð ráð sem hafa borist:

Herdís: Frysta krukkurnar og þá fer miðinn af.

Kolbrún: Leysa upp uppþvottavélaþvottaefni í heitu vatni, hella því í kalt vatn, krukkurnar í og látið bíða þannig yfir nótt. Þá er mjög auðvelt að ná miðunum af.

Birgitta: Mér finnst langbest (helst án þess að miðinn blotni áður) að setja vatn í krukkuna og hita í örbylgjuofni þangað til vatnið er orðið vel heitt. Þannig er ekkert mál að draga miðann af.

Harpa: vel heitt vatn í bala með uppþvottalegi. Láttu þar í klst. og miðinn lekur af (nánast). Kannski eru framleiðendur farnir að nota skárra lím. Það var munur á eldri og nýrri krukkumiðum frá t.d. Ömmu-vörunum. Örnumiðarnir voru leikur einn.

Herdís: setja glerkrukkur með miðanum í uppþvottavélina.

Magnús: Kaupa hreinsað bensín í apótekinu. Strjúka því með bómull yfir límið, sem eftir verður undan blaðinu.

Esther: WD-40

Valgerður: Sítrónudropa í bómull og nudda miðana/límið af – svínvirkar

Guðrún: Ef lím situr eftir er hreinsað bensín ráðið.

Guðný: Eg set mínar í bakaraofn a 130 til 150 C. Minnir í 10 til 20 min þa á miðinn að vera laus ef hann er það ekki er ég með þær aðeins lengur.

Edda: Nudda með matarolíu og matarsóda virkar vel

Selma: Gott er að nota sítrónudropa til að ná líminu af krukkuni

Gunnhildur: Sjóða þær og láta síðan liggja í vatninu yfir nótt

Elín: Nota terpentínu eftir þvott. Klikkar ekki.

Guðjón: Láta krukkuna liggja í heitu vatni í smá tíma, taka miðan af og nudda svo matarsóta á límið sem eftir verður.

Helga: Best að hafa krukkurnar í stofu hita og taka miðann strax af, áður en krukkan er þvegin. Ef búið er að taka miðann af og límið stendur eftir er gott að nota WD40 til að ná líminu af.

Haraldur: Lífið er of stutt til að plokka miða af krukkum. Líma bara næsta miða yfir.

Ingibjörg: Nudda matarolíu á miðann.

Dagbjört: TÖFRASVAMPUR

Bára: Sjóða krukkurnar í potti í góða stund og bæta svo 1 glasi af sítrónudropum (bökunar) útí og látið standa í pottinum yfir nótt og allt rennur af

Rósamunda: Setja þær í pott og láta fljóta yfir þær,setja uppþvottavélar duft í og láta sjóða um stund,láta þær kólna í pottinum,skola svo og nota stálull ef eitthvað situr eftir af lími. Klikkar aldrei.

Oddný: Naglalakka hreynsir virkar á límið.

Guðrún: Ég læt krukkuna liggja í vatni í nokkra klukkutíma, svo skrapa ég það sem næst með plastspaða. Ef eitthvað er eftir bursta ég með uppþvottalegi og set svo í uppþvottavélina. Ef ennþá er lím á krukkunni eftir það fer það með hreinsuðu bensíni í bómull.

Guðný: Eina skiptið í dag sem ég nota hreinsað bensín. Það var alltaf notað í minni æsku til að ná líminu eftir plástur af húðinni.

Heiðdís: Ég rúlla þeim bara í gegnum uppþvottavélina og voila, miðarnir leka af ef þeir eru þrjóskir þá er gott að nota spritt, það ættu allir að eiga nóg af því núna.

Halldóra: Amma mín setti krukkurnar í pott og lét suðuna koma upp og ég held að miðinn og límið hafi runnið af.

Annað sem var nefnt: Sterkt áfengi, naglalakkseyðir og ediksblanda.

Eru fleiri ráð?

.

HÚSRÁÐUPPÞVOTTAVÉL — ÝMISLEGT —

— HVERNIG ER BEST AÐ NÁ MIÐUM AF KRUKKUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál

Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.