Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur Guðríður Kristinsdóttir breiðdalur breiðdalsvík heydalir eydalir
Konfektkökur Guðríður Kristinsdóttir

Konfektkökur

Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni. Fjölmargar uppskriftir úr smákökusamkeppninni eru í Gestgjafanum sem var að koma út.

.

SMÁKÖKURBREIÐDALURSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRJÓLAJÓLA

.

Konfektkökur

250 g hveiti (Kornax að sjálfsögðu)

250 g smjör

250 g sykur

1 tsk salt

1 egg

400 g Odense marsipan

rifsberjahlaup, eða önnur sulta eftir smekk hvers og eins

400 g síríus konsum súkkulaði

valhnetukjarnar til að skreyta með

Hitið ofninni í 150°C  Myljið smjörið í hveitið. Blandið sykri og salti saman við. Bætið eggi út í og hnoðið í samfellt deig. Kælið deigið vel. Fletjið deigið þunnt út og stingið út litlar kökur. Raðið þeim á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í 20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Kælið botnana. Fletið marsípanið út. Fallegast er að hafa það álíka þykkt og botnarnir eru. Stingið það út í sömu stærð og botnaririr eru. Leggið köku og marsipan saman með þunnu laig af sultu á milli. Bræðið súkkulaði yfir vatnasbaði. Hjúpið hverja köku – leggið valhnetu yfir.

SMÁKÖKURBREIÐDALURSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRJÓLAJÓLA

.

Smákökusamkeppni
Hér er verið að búa sig undir að smakka
Sætabrauðsdrengirnir
Sætabrauðsdrengirnir birtust óvænt og fengu að smakka brot af því besta – sigursmákakan trónir efst á bakkanum.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla