Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur Guðríður Kristinsdóttir breiðdalur breiðdalsvík heydalir eydalir
Konfektkökur Guðríður Kristinsdóttir

Konfektkökur

Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni. Fjölmargar uppskriftir úr smákökusamkeppninni eru í Gestgjafanum sem var að koma út.

.

SMÁKÖKURBREIÐDALURSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRJÓLAJÓLA

.

Konfektkökur

250 g hveiti (Kornax að sjálfsögðu)

250 g smjör

250 g sykur

1 tsk salt

1 egg

400 g Odense marsipan

rifsberjahlaup, eða önnur sulta eftir smekk hvers og eins

400 g síríus konsum súkkulaði

valhnetukjarnar til að skreyta með

Hitið ofninni í 150°C  Myljið smjörið í hveitið. Blandið sykri og salti saman við. Bætið eggi út í og hnoðið í samfellt deig. Kælið deigið vel. Fletjið deigið þunnt út og stingið út litlar kökur. Raðið þeim á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í 20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Kælið botnana. Fletið marsípanið út. Fallegast er að hafa það álíka þykkt og botnarnir eru. Stingið það út í sömu stærð og botnaririr eru. Leggið köku og marsipan saman með þunnu laig af sultu á milli. Bræðið súkkulaði yfir vatnasbaði. Hjúpið hverja köku – leggið valhnetu yfir.

SMÁKÖKURBREIÐDALURSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRJÓLAJÓLA

.

Smákökusamkeppni
Hér er verið að búa sig undir að smakka
Sætabrauðsdrengirnir
Sætabrauðsdrengirnir birtust óvænt og fengu að smakka brot af því besta – sigursmákakan trónir efst á bakkanum.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Baka með sætum kartöflum

baka

Baka með sætum kartöflum. Það er ágætt að útbúa bökudeig deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur minna mig alltaf á vorið og sumarið. Það er ljúft að sitja úti og borða grænmetisböku með litskrúðugu sumarlegu salati. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóðu ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Jólasmákökubaksturinn

Smakokur

Jólasmákökubaksturinn. Þegar líða fer að jólum fæ ég einhvern bökunarfiðring og langar að baka smákökur út í eitt. Ef fleiri finna fyrir þessum fiðringi eru hér nokkrar hugmyndir:

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

Fyrri færsla
Næsta færsla