Auglýsing
Mangóterta mangó terta kaka ostakaka Sætabrauðsdrengirnir
Mangóterta

Mangóterta

Strangt til tekið telst þessi terta ekki hráterta þó hún sé óbökuð. Mikið svakalega óskaplega er hún bragðgóð og fersk. Ef þið eigið ekki ferskan mangó má notast við frosinn.

Mangóterta

Botn:

250 g möndlur

1 dl fræ (sesam, graskers, hör eða önnur fræ)

12 döðlur, mjúkar

2-3 msk kókosolía, fljótandi

smá salt

 

1 dl bláberjasulta

Fylling:

250 g 60% marsipan, við stofuhita

2 pk mascarpone við stofuhita (samtals 500 g)

1 tsk vanilludropar

safi úr 1/2 sítrónu

2 þroskuð mangó, söxuð gróft.

Botn:

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið hringform á tertudisk (ekki botninn) og setjið “deigið” þar í. Þrístið því niður og aðeins upp með hliðunum. Dreifið úr bláberjasultunni yfir og kælið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: Setjið marsipan, mascarpone, vanillu og sítrónusafa í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið loks við mangóinu og maukið smá stund. Hellið þessu yfir botninn og látið kökuna standa í um klst áður en hún er borin fram.

FLEIRI HRÁTERTUR

Mangóterta Sætabrauðsdrengirnir gissur páll bergþór viðar garðar thór
Sætabrauðsdrengirnir Gissur Páll, Bergþór, Viðar og Garðar Thór
Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.