Mangóterta

Mangóterta mangó terta kaka ostakaka Sætabrauðsdrengirnir
Mangóterta

Mangóterta

Strangt til tekið telst þessi terta ekki hráterta þó hún sé óbökuð. Mikið svakalega óskaplega er hún bragðgóð og fersk. Ef þið eigið ekki ferskan mangó má notast við frosinn.

Mangóterta

Botn:

250 g möndlur

1 dl fræ (sesam, graskers, hör eða önnur fræ)

12 döðlur, mjúkar

2-3 msk kókosolía, fljótandi

smá salt

 

1 dl bláberjasulta

Fylling:

250 g 60% marsipan, við stofuhita

2 pk mascarpone við stofuhita (samtals 500 g)

1 tsk vanilludropar

safi úr 1/2 sítrónu

2 þroskuð mangó, söxuð gróft.

Botn:

Botn: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið hringform á tertudisk (ekki botninn) og setjið “deigið” þar í. Þrístið því niður og aðeins upp með hliðunum. Dreifið úr bláberjasultunni yfir og kælið á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling: Setjið marsipan, mascarpone, vanillu og sítrónusafa í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið loks við mangóinu og maukið smá stund. Hellið þessu yfir botninn og látið kökuna standa í um klst áður en hún er borin fram.

FLEIRI HRÁTERTUR

Mangóterta Sætabrauðsdrengirnir gissur páll bergþór viðar garðar thór
Sætabrauðsdrengirnir Gissur Páll, Bergþór, Viðar og Garðar Thór
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvínssoðin fíkjusulta

Portvínssoðin fíkjusulta. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að útbúa fíkjusultu eins og þessa. Hún hentar afar vel með ostum og eflaust líka með (grill)steikum þó ég hafi ekki prófað það

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.