Pistasíu- og marsípanbaka

Pistasíu- og marsipanbaka marsípan appelsínumarmelaði baka kaka terta pistasíur

Pistasíu- og marsípanbaka. Það viðurkennist hér og nú (um fjórum áratugum síðar) að ég tók oft ófrjálsir hendi marsípan i búrinu hjá mömmu – eða kannski ekki oft, meira svona stundum…. Geri ekki ráð fyrir að mamma fari að gera veður út af þessu núna. Hef allar götur síðan elskað marsípan og bæði eitt og sér og í hinum ýmsu kökum.

Pistasíu- og marsípanbaka

Botn

250 g hveiti

125 g smjör

60 g sykur

1 egg

börkur af 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 sítrónu

salt

2 msk vatn

Fylling

150 g marsipan, við stofuhita

70 g mjúkt smjör

70 g pistasíuhnetur

2 egg

3 msk appelsínumarmelaði

Blandið saman smjöri, hveiti og sykri, bætið við sítrónuberki, eggi, salti og vatni. Mótið kúlu og geymið í ísskáp í amk 30 mín.
Setjið deigið í kringlótt eldfast form (ca 20 cm í þvermál), fletjið út með fingrunum og upp með köntunum. Pikkið með gaffli. Bakið við 180° í 10 mín. Takið úr ofninum.

Fylling
Saxið pistasíur gróft. Blandið saman smjöri og marsipani í hrærivél, bætið við eggjum, einu og einu í einu. Dreifið úr marmelaðinu yfir botninn, hellið blöndunni yfir og dreifið helmingnum af pistasíunum yfir. Bakið í 30 mín við 180° Takið úr ofninum og dreifið restinni af pistasíunum yfir.

Pistasíu- og marsípanbaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Fermingarveisla Guðmundar

Fermingarveisla og svo önnur fermingarveisla. Guðmundur Örn frændi minn fermdist í dymbilvikunni. Hann stóð sig með mikilli prýði, flutti stutta ræðu og bauð gesti velkomna. Í veislunni gekk hann milli borða og spjallaði við gesti. Mamman fékk fólk til að leggja hönd á plóg; undirbúa salinn, leggja á borð, sjá um eldhúsið, útbúa veitingar, ganga frá og annað slíkt. Stórfínt fyrirkomulag.

Fyrri færsla
Næsta færsla