Pistasíu- og marsípanbaka

Pistasíu- og marsipanbaka marsípan appelsínumarmelaði baka kaka terta pistasíur

Pistasíu- og marsípanbaka. Það viðurkennist hér og nú (um fjórum áratugum síðar) að ég tók oft ófrjálsir hendi marsípan i búrinu hjá mömmu – eða kannski ekki oft, meira svona stundum…. Geri ekki ráð fyrir að mamma fari að gera veður út af þessu núna. Hef allar götur síðan elskað marsípan og bæði eitt og sér og í hinum ýmsu kökum.

Pistasíu- og marsípanbaka

Botn

250 g hveiti

125 g smjör

60 g sykur

1 egg

börkur af 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 sítrónu

salt

2 msk vatn

Fylling

150 g marsipan, við stofuhita

70 g mjúkt smjör

70 g pistasíuhnetur

2 egg

3 msk appelsínumarmelaði

Blandið saman smjöri, hveiti og sykri, bætið við sítrónuberki, eggi, salti og vatni. Mótið kúlu og geymið í ísskáp í amk 30 mín.
Setjið deigið í kringlótt eldfast form (ca 20 cm í þvermál), fletjið út með fingrunum og upp með köntunum. Pikkið með gaffli. Bakið við 180° í 10 mín. Takið úr ofninum.

Fylling
Saxið pistasíur gróft. Blandið saman smjöri og marsipani í hrærivél, bætið við eggjum, einu og einu í einu. Dreifið úr marmelaðinu yfir botninn, hellið blöndunni yfir og dreifið helmingnum af pistasíunum yfir. Bakið í 30 mín við 180° Takið úr ofninum og dreifið restinni af pistasíunum yfir.

Pistasíu- og marsípanbaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla